C – það er bókstafurinn C – var bókstaflega bannaður í Þýskalandi í vikunni. Þýska lögreglan er á höttunum á eftir fólki sem ber hið forboðna tákn á fötum sínum. Aðferðir þýsku ríkisstjórnarinnar einkennast af örvæntingu og hræðslu við útbreiðslu fullveldissinna í landinu sem eru andstæðingar ESB og líkjast æ meir fyrrum miður skemmtilegum fyrirrennurum yfirvalda.
Ekki er um hvaða C sem er, heldur C sem er eins og lógó tímaritsins Compact sem þýska ríkisstjórnin bannaði á þriðjudag ásamt notkun auðkenna tímaritsins. Compact var helsti valkostamiðill Þýskalands með 350 þúsund áskrifendum á YouTube og prentað tímarit til 40 þúsunda áskrifenda. Compact seldi einnig stuttermaboli og önnur föt með ásaumuðu merki sínu í verslun á netinu.
Lögreglan eltir uppi og skrásetur allt fólk sem klæðast fötum með merki Compact. „Freie sachsen“ vekur athygli á því á X hvað lögreglan er að gera (sjá að neðan):
„Geðveiki: Eftir mótmælin gegn COMPACT banninu í Chemnitz eru lögreglusveitarmenn frá Faeser og Kretschmer að elta upp fólk með hið forboðna C!“