Blessun eða bölvun Miðausturlanda

Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á föstudag. Alla vega þann hluta sem sat áfram í sætum sínum og hafði ekki yfirgefið salinn til að sýna andúð sína á gyðingum. Í ræðunni sýndi hann upp myndir af blessun eða bölvun Mið-Austurlanda í framtíðinni miðað við hvaða afstöðu fólk tekur með hryðjuverkasveitum eða Ísrael.

Ræðan kemur í kjölfar þess, að ísraelsk stjórnvöld sögðu ekki já en heldur ekki skýrt nei við beiðni Bandaríkjamanna um 21 dags vopnahlé í stríðinu gegn líbönsku hryðjuverkasamtökunum Hezbollah.

Þeir sem taka afstöðu með hryðjuverkamönnum ættu að skammast sín

Í ræðunni gagnrýndi Netanyahu Karim Khan, yfirsaksóknara við Alþjóðlega sakamáladómstólinn, fyrir yfirlýsingu um handtökuskipun á hendur sér og Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraels. Með því stimplar Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn ráðherra Ísraels sem stríðsglæpamenn í stíl við íslamska hryðjuverkamenn Hamas. Netanyahu sagði:

„Dömur mínar og herrar, hinir raunverulegu stríðsglæpamenn eru ekki í Ísrael. Þeir eru í Íran, á Gaza, í Sýrlandi, í Líbanon, í Jemen. Þið sem standið með þessum glæpamönnum, þið sem standið með því illu gegn hinu góðu, með bölvuninni gegn blessuninni, þið sem gerið það, þið ættuð að skammast ykkar.“

Valkostur framtíðarinnar: „Blessun eða bölvun“

Netanyahu sýndi landakort þegar hann ræddi um hverjir væru valkosti framtíðarinnar: „Blessun eða bölvun:“

„Blessunin sýnir, að Ísrael og arabískir samstarfsaðilar Ísraels mynda landbrú sem tengir Asíu og Evrópu. Skoðið síðan hitt kortið, bölvunina. Þetta er kort af skelfingarboga sem Íran hefur búið til og liggur frá Indlandshafi til Miðjarðarhafs.“

„Hvort af þessum tveimur kortum sem ég sýni mun móta framtíð okkar? Verður það blessun friðar og velmegunar fyrir Ísrael, arabíska samstarfsaðila okkar og umheiminn? Eða verður það bölvun Íran og samherja þeirra sem koma af stað blóðbaði og ringulreið alls staðar?“

Smelltu á spilarann til að heyra boðskap Netanyahu:

Fara efst á síðu