Sigfús Aðalsteinsson, Þvert á flokka, skrifar á Facebook:
Til að skilja það sem við erum að fást við!
Samtökin Solaris hafa sent ríkisstjórninni tillögur til breytinga á lögum nr. 80/2016 á þann hátt að hér verði farið í óheftar fjölskyldusameiningar, dvalarleyfi til hælisleitenda með vernd ásamt öðrum kröfum um viðamiklar breytingar á greinum laganna.
Þetta fólk lifir í einhverri búbblu í engu samhengi við raunveruleikann. Annars vegar er það að sníkja fé fyrir fólk að koma hingað frá Egyptalandi til fjölskyldusameiningar og hins vegar að galopna landið fyrir hælisleitendum
Þetta er það sem við berjumst við!
Ég bara trúi ekki að hinn vinnandi Íslendingur sé þessu sammála, að mjólka allt fé út úr ríkiskassanum í málefni hælisleitenda sem siðan skilja þetta fallega land og íbúa þess eftir í öskunni.
Allt sem þetta fólk óskar er að gríðarlegum fjármunum sé veitt í málaflokk sem við höfum ekki nokkurt efni á nema að við viljun að innviðir okkar gefi áfram eftir!
Sameinumst því sundruð föllum vér!
Hluti af kröfum Solarris;
“Stjórn Solaris hvetur ríkisstjórnina til þess að breyta lögum um útlendinga og fella á brott þá þjónustusviptingu sem komið var á með lögum nr. 14/2023 í 8. mgr. 33. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016 í mars 2023.
Stjórn Solaris hvetur ríkisstjórnina til þess að fara í algjöra endurskoðun á móttöku fólks á flótta í íslensku samfélagi í heild sinni, meðal annars með tilliti til löggjafar, umgjörðar, stofnana og stjórnsýslu.
- að íslensk stjórnvöld aðstoði alla einstaklinga með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar við að komast til Íslands án frekari tafa
- að íslensk stjórnvöld setji fjölskyldusameiningar Palestínufólks í forgang og veiti palestínskum umsækjendum um alþjóðlega vernd dvalarleyfi á Íslandi.”