Blekking Bandaríkjanna: Efnahagur Evrópu lagður í rúst

Mikael Willgert Swebbtv og Lars Bern athafnamaður. (Mynd skjáskot Swebbtv).

„Græn umskipti“ valdaelítunnar og umboðsstríð vestrænna fákeppnisrisa gegn Rússlandi í Úkraínu eru að rústa efnahag Evrópu. Ástandið er orðið það slæmt að talað er um nýja Marshall áætlun. Lars Bern segir framtíð Evrópu vera „afar dökka.”

Mario Draghi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og fyrrverandi yfirmaður seðlabanka Evrópu, telur að það þurfi nýjar fjárfestingar í Evrópu að jafngildi Marshall-áætlunarinnar. Svo illa er komið fyrir efnahag Evrópusambandsríkjanna. Evrópa þarf 800 milljarða evra á ári til að geta keppt við Kína og Bandaríkin.

Hvernig gat þetta gerst?

Þeir Mikael Willgert þáttastjórnandi Swebbtv og athafnamaðurinn Lars Bern ræddu þessi mál í nýjum þætti Swebbtv (sjá að neðan). Mikael Willgert sagði:

„Evrópa hefur enga raunverulega ástæðu til að dragast svona aftur úr. Til dæmis hefur landsframleiðsla Svíþjóðar staðið í stað í þrjú ár, þrátt fyrir að við höfum fjölgað íbúum með tiltölulega miklu af aðfluttu fólki. Útlit efnahagslífsins er ekki svo jákvætt í náinni framtíð.”

Með orkuverði dagsins er evrópskur iðnaður ekki samkeppnisfær

Á sama tíma á Þýskaland við gífurlegan efnahagsvanda að stríða. Lars Bern sagði:

„Það eru tvö verkefni sem eru núna að rústa Evrópu. Grænu umskiptin geta kostað hvað sem er. Það er skýringin á því, hvers vegna við borgum tvisvar og hálfum sinnum meira fyrir rafmagnið en bandarískur iðnaður gerir í dag. Það segir sig sjálft, að með slíku orkuverði, þá hefur evrópskur iðnaður enga möguleika á samkeppni. Lífskjörum okkar er ýtt niður. Verð á jarðgasi er fjórum og hálfum sinnum dýrara en í Bandaríkjunum. Bæði rafmagn og jarðgas eru mjög mikilvæg orkuhráefni fyrir iðnaðinn.”

Tvö risastór svarthol Evrópu

Ein helsta ástæða verðsins á jarðgasi er Úkraínustríðið. Stjórnmálamennirnir hafa sent ótal milljarða beint inn í „svartholið” Úkraínu. Í stríðinu var Nord Stream einnig sprengt í loft upp, sem hafði getað séð iðnaði Evrópu fyrir mjög ódýru gasi. Að sögn Lars Bern eru loftslagsstefnan og stríðsstefnan „tvö stóru svarthol“ Evrópu:

„Þegar Þýskaland berst við gríðarlegan efnahagsvanda, þá höfum við (Svíar) enga möguleika á að betrumbæta okkur, því við (Svíþjóð) erum svo háð Þýskalandi. Framtíð Evrópu er afar dökk. Við verðum líka að muna eftir því, að Evrópa hefur engin hráefni. Við höfum engin afgerandi hráefni. Við erum með fullt af fólki en miðað við allan fólksfjöldann, þá höfum við afskaplega takmarkaðan aðgang að hráefnum.”

Hindruðu samstarf Rússlands og Evrópuríkja

Lars Bern útskýrir, að Bandaríkin vildu koma í veg fyrir samstarf Rússlands og Evrópuríkja með stríðinu í Úkraínu. Evrópa færðist sífellt nær Rússlandi og þeir vildu koma í veg fyrir það:

„Bandaríkjamönnum stóð mikil ógn af þessari þróun, vegna þess að þá fengi evrópskur iðnaður samkeppnisforskot á þann litla iðnað sem eftir var í Bandaríkjunum. Þeir vildu því koma í veg fyrir þetta hvað sem það kostaði. Málið var því að skapa andúð í garð Rússa svo hægt væri að sprengja Nord Stream gasleiðsluna án þess að ylli fárviðri í Evrópu. Bandaríkjamenn hafa blekkt Evrópubúa í grundvallaratriðum.”

Fara efst á síðu