Biskup biðst fyrirgefningar á mismunun gegn óbólusettum

Yfirvöld og einkaaðilar gengu hart fram gegn þeim sem neituðu að láta bólusetja sig í Covid-faraldrinum. Jafnvel sjálf kirkjan tók þátt í þeim ljóta leik og útilokaði þá óbólusettu frá samfélaginu. Það varð á endanum of þungur kross að bera. Núna iðrast Christian Stäblein, biskup þýsku mótmælendakirkjunnar og biðst opinberlega fyrirgefningar á þátttöku kirkjunnar í ofsóknum gegn þeim óbólusettu.

Afstaðan til Covid-19 bóluefna er töluvert að breytast. Fyrir örfáum árum var farið í umfangsmiklar áróðursherferðir og allir áttu að láta bólusetja sig. Talað var um bólupassa og að setja ætti alla óbólusetta í einangrun. „Flytjum þá óbólusettu út í Grímsey, þeir eru vel geymdir þar,“ sagði hrossabresturinn Kári Stefánsson um árið.

Núna er öldin önnur og farið að ræða opinberlega um skaða bóluefnanna. Þeir sem tóku ákvörðun um að loka fyrirtækjum, stofnunum og lömuðu samfélagið stíga sumir hverjir fram í dagsljósið og viðurkenna röng og gerræðisleg úrræði fjarri vísindum og lýðræði. Afleiðingarnar voru og eru enn skelfilegar, smáfyrirtæki lögð í rúst, líf margra heilbrigðra og sjúkra eyðilagt, fólk fékk ekki að kveðja ættingja sína og blóðtakan í kjölfar aðgerða heilbrigðisyfirvalda jafnvel afdrifaríkari en sjálf Covid-veiran. Það hefur vakið marga til umhugsunar og sumir ráðamenn fara yfir í huganum hvernig þeir hegðuðu sér í heimsfaraldrinum. Morgunblaðið ásamt umboðsmanni Alþingis reynir að vekja umræðu á Íslandi til að draga lærdóma af heimsfaraldrinum. Hrifning og viðbrögð ráðamanna er vægast sagt takmörkuð og einkennist af vitsmunalegum skorti.

Sviku söfnuðinn

Christian Stäblein, biskup í þýsku mótmælendakirkjunni í Berlín-Brandenburg-Schlesien Oberlusatia er iðrunarfullur vegna útilokun óbólusettra á tímum heimsfaraldursins.

Í Þýskalandi lifir vonin, því einn þeirra sem viðurkennir mistök er Christian Stäblein, biskup í þýsku mótmælendakirkjunni í Berlín-Brandenburg-Schlesien Oberlusatia. Í grein í kristna tímaritinu Idea lítur hann til baka með djúpri eftirsjá yfir því, hvernig kirkjan sveik hlutverk sitt í heimsfaraldrinum. Guðsþjónustur féllu niður, kirkjum var lokað og ef þær voru opnar fékk einungis lítill hópur að koma inn. Fræg er mynd af Elísabetu Bretadrottningu einni á bekk St. George-kapellu í Windsor kastala við útför mannsins síns. Ráðherrar og möppudýr Bretastjórnar drukku og dröfluðu grímulaust í fangi hvers annars í London kvöldið áður í sóttvarnarlausu partygate. Krókodílstár Boris Johnson með afsökunarbeiðni til drottningarinnar lægði ekki reiðiöldur almennings.

Fræg mynd af Elísabetu II Bretadrottningu við útför manns síns. Vegna Covid-ráðstafana ríktu strangar fjarlægðarreglur á milli fólks.

Christian Stäblein skrifar í greininni að það alvarlegasta innan kirkjunnar, hafi verið að útiloka þá óbólusettu frá söfnuðinum:

„Ég biðst fyrirgefningar í dag á hinum sannarlega mörgu útilokunum.“

Hann harmar að þeim bólusettu var ekki sýnt meira umburðarlyndi. Gagnrýni biskupsins nær lengra en til takmarkana kirkjunnar. Hann bendir á að æskan hafi orðið fyrir miklu áfalli vegna þess að skólum og dagvistarheimilum var lokað:


„Lífsgæðum og tækifærum lífsins var rænt af heilli kynslóð.“


Umboðsmaður Alþingis, Skúli Magnússon, bendir á að neyðarréttur sé ekki áframhaldandi stjórntæki, þegar hættan sé liðin hjá. Hann spyr réttilega:

„Breytt­ist viðhorf stjórn­valda að ein­hverju leyti til notk­un­ar svona heim­ilda? Ég hef bent á það í mín­um skýrsl­um að sú hætta sé fyr­ir hendi að stjórn­völd fari að líta á inn­grip inn í grund­vall­ar­rétt­indi sem létt­væg og jafn­vel sjálf­sögð.“

„Við vilj­um ekki að land­inu sé stjórnað á neyðarrétt­ar­grund­velli svo árum skipt­ir.“

Hvenær má heyra afsökunarorð þeirra sem valdið hafa landsmönnum mestum skaða með gerræðislegum vinnubrögðum á Íslandi?

Fara efst á síðu