Svartur jeppabíll ók inn í mannfjölda á Lapu Lapu götuhátíð Filippseyjabúa í Vancouver í Kanada í nótt. Samkvæmt lögreglunni hafa margir dáið og særst í hryðjuverkinu. Sjónarvotturinn Yoseb Vardeh sagði við Vancouver Sun „að hann hafi séð lík út um allt.“
Vitni segja frá árásinni og dreifa myndböndum á samfélagsmiðlum sem sýna sjúkraflutningamenn hlaupa um á milli matarbása og matarbíla sem hafa orðið fyrir árekstri. Yoseb Vardeh segir:
„Þetta hljómaði eins og einhver bíll væri að gefa í en ég skildi ekki af hverju því það var enn þá fullt af fólki alls staðar. Þetta var allt svo ótrúlegt.“
Lögreglan handtók ökumanninn, þrítugan mann. Ástæða hryðjuverksins er enn óljós.
Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, skrifar á X að hann sé „harmi sleginn“ og sendir þeim sem eiga um sárt að binda samúðarkveðjur sínar: „Við fylgjumst náið með málinu.“
I am devastated to hear about the horrific events at the Lapu Lapu festival in Vancouver earlier this evening.
— Mark Carney (@MarkJCarney) April 27, 2025
I offer my deepest condolences to the loved ones of those killed and injured, to the Filipino Canadian community, and to everyone in Vancouver. We are all mourning with…
Ken Sim, borgarstjóri Vancouver, lýsir einnig yfir sorg sinni á X:
„Við munum veita frekari upplýsingar um leið og við getum, en hingað til getur lögreglan staðfest að við höfum fjölda dauðsfalla og marga særða. Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum og hjá filippseyskum íbúum Vancouver á þessum erfiðu tímum.“
I am shocked and deeply saddened by the horrific incident at today’s Lapu Lapu Day event. We will work to provide more information as soon as we can, but at this time @VancouverPD have confirmed that there are a number of fatalities and multiple injuries. Our thoughts are with…
— Mayor Ken Sim (@KenSimCity) April 27, 2025