Bill Gates selur „prump- og ropeyðandi efni“ til kúabænda

Núna er farið að fóðra kýr með efni sem Bill Gates selur og fullyrðir að hemji þrálátt, loftslagsandsnúið prump og rop nautgripa. Gates fullyrðir að undraefnið minnki kolefnislosun landbúnaðarins og stórbæti kolefnisspor bænda. Stærsta mjólkursamsala Bretlands notar efnið sem kallast Bovaer á 30 breskum nautgripabýlum sínum. Átakið nýtur stuðnings nokkurra stórra matvælakeðja í landinu. Prump- og rophemill Bill Gates sætir mikilli gagnrýni.

30 býli í samvinnufélagi mjólkursamsölunnar Arla hafa byrjað fóðrun kúa með Bovaer með það að markmiði að skera „loftslagsmengun“ nautgripanna um allt að 30%. Keðjurnar Morrisons, Aldi og Tesco eru samstarfsaðilar að framtakinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu fyrirtækjanna segir:

„Að nota aukaefnið í fóður er ágætis aðferð til að prófa hvar við getum knúið fram breytingar í stórum stíl til að draga úr losun.“

Samkvæmt Farmers Forum, þá þróaði evrópska lífvísindafyrirtækið DSM-Firmenich aukefnið með stuðningi frá „Breakthrough Energy Ventures“ fjárfestingasjóði Bill Gates.

Loftslagsiðnaðurinn vill „laga meltingarkerfi nautgripa“

Virka efnið í Bovaer er 3-nítróoxýprópanól eða 3-NOP. Rannsóknir sýna að kýr sem melta efnið skila því ekki út í mjólk sína eða kjöt. Efninu er mætt vægast sagt með miklum efasemdum á samfélagsmiðlum og margir segja að þeir muni hætta að kaupa vörur frá fyrirtækjunum sem nota efnið.

Gagnrýnendur halda því fram að 3-NOP geti verið skaðlegt frjósemi karla og skaðað æxlunarfærin. Einnig er fullyrt, að hættulegt sé að anda því inn og það sé skaðlegt fyrir húð og augu.

Loftslagsiðnaðurinn hefur sérstaklega tekið fyrir þróun lyfja og mataræðis „til að laga meltingarkerfi nautgripa“ í viðleitni sinni til að draga úr losun landbúnaðarins. Fyrr á þessu ári fengu breskir vísindamenn sem vinna að bóluefni gegn prumpi og ropum nautgripa 9,4 milljóna dollara styrk úr sjóði Amazon milljarðamæringsins Jeff Bezos.

Fara efst á síðu