Þýska Bild greinir frá því, að stjórnsýsludómstóllinn í Osnabrück telur kröfur um þvingaðar Covid-bólusetningar vera í bága við stjórnarskrá.
Stjórnsýsludómstóllinn í Osnabrück telur kröfuna um skyldukórónubólusetningu fyrir hjúkrunar- og heilbrigðisstarfsfólk ganga í bága við stjórnarskrána.
Hjúkrunarfræðingur sem ekki vildu láta bólusetja sig kærðu þvingandi bólusetningu og dómur hefur fallið.
Frá sjónarhóli dómaranna í Osnabrück, þá braut krafan um skyldubólusetningu hjúkrunarfræðinga gegn stjórnlagabundnum grundvallar mannréttindum á yfirráðum yfir eigin líkama og atvinnufrelsi.
Núna verður alríkisstjórnlagadómstóllinn í Þýskalandi að svara spurningunni:
Voru sýkingaverndarlögin frá 18. mars 2022 í samræmi við þýsku stjórnarskrána?
Verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls, því hafa yfirvöld – í nafni neyðarréttar – brotið stjórnarskrá ríkisins, hverjar verða þá afleiðingarnar?