Biden veitti Hillary Clinton og George Soros frelsisorðu Bandaríkjanna

Joe Biden veitti Hillary Clinton og George Soros frelsisverðlaun forsetans við hátíðlega athöfn í Hvíta húsinu í dag. Sjá má athöfnina á YouTube myndskeiði hér að neðan. Clinton og Soros voru meðal 19 valinna viðtakenda verðlaunanna, sem er æðsta borgaralega viðurkenning Bandaríkjanna. Samkvæmt yfirlýsingu fengu Clinton og Soros orðuna fyrir að „einstakt framlag til velmegunar, gilda og öryggismála Bandaríkjanna, heimsfriðar eða annarra mikilvægra samfélagslegra, opinberra eða einkarekinna athafna.“

Tilnefningarnar fyrir Hillary Clinton og George Soros voru þessar (lausleg þýðing):

„Clinton utanríkisráðherra skrifaði margsinnis sögu í áratuga opinberri þjónustu meðal annars sem fyrsta forsetafrúin sem kjörin er í öldungadeild Bandaríkjaþings. Eftir að hafa gegnt embætti utanríkisráðherra varð hún fyrsta konan sem var tilnefnd til forseta af stórum stjórnmálaflokki í Bandaríkjunum.“


„George Soros er fjárfestir, mannvinur og stofnandi Open Society Foundations. Í gegnum net sitt af stofnunum, samstarfsaðilum og verkefnum í meira en 120 löndum hefur Soros lagt áherslu á alþjóðlegt frumkvæði sem eflir lýðræði, mannréttindi, menntun og félagslegt réttlæti.“

Meðal annarra sem hlutu frelsisorðuna má nefna söngvarann Bono, argentínska knattspyrnustjörnuna Lionel Messi og fyrrverandi dómsmálaráðherrann og forsetaframbjóðandann Robert F. Kennedy.

Biden verðlaunaði einnig Liz Cheney, fyrrverandi þingkonu, með næst æðstu borgaralegu orðu forsetans fyrir viðleitni hennar að ofsækja Donald Trump og stuðningsmenn hans fyrir mótmælin 6. janúar. Margir segja að Biden sé að stinga fingrinum framan í kjósendur Trump á leið sinni út úr Hvíta húsinu. Hann er afar svekktur eftir niðurlægjandi ósigur fyrir Donald Trump og er ekki meiri karakter en þetta.

Hér að neðan eru nokkrar raddir um orðuveitinguna í dag og neðst myndskeið frá athöfninni:

Fara efst á síðu