Biden veitir lyfjarisum friðhelgi gegn ákærum vegna aukaverkana bóluefna

Fráfarandi stjórn Biden hefur á bak við tjöldin framlengt vernd framleiðenda Covid-bóluefna gegn kærum vegna aukaverkana bóluefnanna, sjúkdómum og dauða. Að sögn embættismanna bandaríska heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytisins er slík vernd nauðsynleg lyfjarisunum „vegna þess að enn er raunveruleg hætta á að heimsfaraldurinn fari úr böndum á næstu fjórum árum.“

Lögin um almennan viðbúnað og neyðarviðbúnað „Public Readiness and Emergency Preparedness, PREP“ voru upphaflega samþykkt árið 2020 meðal annars til að hvetja bóluefnaframleiðendur til að flýta rannsóknum sínum á Covid bóluefnum án þess að þurfa að óttast að vera gerðir lagalega ábyrgir fyrir hugsanlegum aukaverkunum. PREP verndar einnig heilbrigðisstarfsfólk og sjúkrahús sem sáu um bólusetningar fyrir lögsókn.

Ný friðhelgi fyrir lyfjarisana er í hrópandi andstöðu við stefnu Robert F. Kennedy yngri

Robert F. Kennedy Jr. innkomandi heilbrigðisráðherra hefur harðlega gagnrýnt Covid bóluefnin og aukaverkanir af þeirra völdum og er í forystu hreyfingar sem leitast við að gera framleiðendur ábyrga fyrir því tjóni sem bóluefnin hafa valdið. Að Biden stjórnin veiti lyfjarisum núna áframhaldandi friðhelgi er því bein og gróf íhlutun til að hindra störf næstu ríkisstjórnar sem nýtur trausts yfirgnæfandi meiri hluta Bandaríkjamanna.

Í Bandaríkjunum stækkar ört sá hópur einstaklinga sem segjast hafa skaðast af völdum Covid-bólusetninga en ríkið hunsar þau. Tölur úr innlendum kerfum fyrir fórnarlömb bóluefna sýna að um 13.000 tjónatilkynningar hafa komið inn og bíða 10.000 þeirra afgreiðslu.

Tilkynningar um skaða vegna Covid bóluefna falla ekki undir almennt tilkynningarkerfi heilbrigðisráðuneytisins VICP um skaða af stöðluðum bóluefnum. Í staðinn er sérstakt tilkynningakerfi fyrir skaða vegna Covid bóluefna, CICP. Í gegnum þetta forrit getur fólk sem hefur orðið fyrir tjóni af völdum Covid bólusetninga sótt um fjárhagsbætur án þess að framleiðendur verði látnir sæta ábyrgð.

PREP-lögin 2020 hafa verið uppfærð nokkrum sinnum og þessi nýjasta framlenging virðist vera sú lengsta. Embættismenn heilbrigðisráðuneytisins sögðust hafa veitt þessa framlengingu „vegna þess að þeir komust að þeirri niðurstöðu, að raunveruleg hætta sé á að Covid-19 gæti farið úr böndunum á næstu árum.“

Í Bandaríkjunum getur almenningur valið á milli bóluefna frá Moderna, Pfizer og Novavax. Samkvæmt gögnum hins opinbera fær einn einstaklingur af hverjum 200.000 sem bólusettir eru gegn Covid ofnæmisviðbrögð eða hjartavandamál eins og hjartavöðvabólgu eða gollurshússbólgu.

Fara efst á síðu