Síðustu dagana áður en Donald Trump tekur við embætti forseta hefur fráfarandi stjórn Biden hafið sölu á byggingarefni sem ætlað er til byggingar múrsins á landamærunum við Mexíkó. Aðgerðin hefur vakið reiði og gremju meðal þeirra sem vilja tryggja landamæri Bandaríkjanna og margir telja að Biden og stjórn hans geri allt sem hægt er til að tryggja áframhaldandi straum ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna.
Myndskeið (sjá X að neðan) hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum og sýnir Biden-stjórnina nota síðustu dagana við völd til að flytja gríðarlegt magn af efni í girðinguna frá landamærunum til að selja á opinberu uppboði. Aðgerðinni er meðal annars lýst í Daily Wire sem „augljósri tilraun til að hindra viðleitni verðandi forseta Donald Trump til að tryggja landamærin.“ Efni sem áður var keypt og flutt að landamærunum í girðinguna sem Biden stöðvaði er núna flutt burt á vörubílum og samkvæmt fréttum er „markmiðið að flytja allt efnið frá landamærunum fyrir jól.“
🚨🇺🇸BIDEN RUSHES TO DUMP BORDER WALL MATERIALS BEFORE TRUMP RETURNS
— Mario Nawfal (@MarioNawfal) December 12, 2024
In a last-ditch effort, Biden is scrambling to auction off unused border wall materials before Trump reclaims office. Footage shows trucks hauling the materials to a government auction site, where a massive… https://t.co/ulOygsRmr2 pic.twitter.com/tKgyCIHaU6
Trump tók skýrt fram í kosningabaráttu sinni að hann hygðist ljúka byggingu landamæraveggsins og nota efnið sem hefur verið ósnortið á landamærunum frá því að Joe Biden forseti tók við embætti árið 2021. Ef efnið er allt flutt í burtu núna og selt, þá mun það tefja verulega fyrir efndum á þessu kosningaloforði Trumps.
Vilji fólksins fótum troðinn
Ríkisverktakinn, DP Trucking LLC, flytur efnið til Pinal Airpark í Marana, Arizona, þar sem það verður boðið út í gegnum GovPlanet, uppboðstorg ríkisins.
„Þeir byrjuðu bara að taka allan vegginn sem er ekki í notkun en er samt í fullkomlega góðu standi og nothæfur. Þeir taka allt frá landamærunum.“
Eli Crane, þingmaður repúblikana (sjá mynd), er mjög gagnrýninn á aðgerðirnar og telur að verið sé að vinna meðvitað gegn Trump áður en hann flytur inn í Hvíta húsið.