Biden ekki lengur með réttu ráði

Það er sorglegt og átakanlegt að sjá fólk með demens, alsheimers og aðra slíka sjúkdóma hverfa út úr raunveruleikanum. Verst er það að sjálfsögðu fyrir ættingja og vini sem berjast við að halda í það lita sem hægt er að halda í, ef það er nokkur leið lengur. Það er hins vegar hreint út sagt ömurlegt að vitna slíkt í æðsta embætti bandarísku þjóðarinnar en veikindi forsetans eru orðin svo alvarleg að það er ekkert grín lengur.

Nýjasta dæmið er að Biden var spurður um þarfir fórnarlamba á svæðum fellibylsins en gríðarlegt manntjón og tjón á eignum varð í slóð fellibylsins Helenu í suðausturhluta Bandaríkjanna. Blaðamaður spurði Biden fyrir utan Hvíta húsið:

„Hvað vantar ríkjunum á stormsvæðinu miðað við það sem þú sást í dag?”

Eftir umhugsun svaraði Biden:

„Ó, stormsvæði? Ég vissi ekki hvaða storm þú varst að tala um…“

Síðan hélt hann því fram, að ríkin hefðu fengið allt það sem þau þyrftu og að þau væru mjög ánægð. Það voru þá fréttir fyrir þær milljónir Bandaríkjamanna sem bíða enn eftir viðbrögðum stjórnvalda þar sem enn er verið að grafa upp úr rústum heimila og margir bíða enn eftir björgun frá flóðasvæðum.

Reuters greinir frá því, alríkistryggingar nái yfir vatnsflóð eins og hækkun sjávar og þegar ár flæða yfir bakka sína en ekki flóð af völdum rigningar. Tryggingarnar voru mest ætlaðar fyrir íbúa á strandsvæðum. Að auki er aðeins 1 af 200 húseigendum í vesturhluta Norður-Karólínu með slíka tryggingu, þannig að mjög fáir munu fá bætur frá alríkistryggingum.

Hér að neðan má sjá hversu alvarlega út úr heiminum forseti Bandaríkjanna er orðinn:

Fara efst á síðu