Biden-beljur Vesturlanda sameinist!

Trump heilkennið er eins og heilaétandi veira sem gerir fólk hægfara, óvitandi að jórtrandi Biden-beljum sem eiga bara eina tuggu eftir áður en þær missa endanlega vitið: „Trump er Rússadindill!“ Hvort sem það eru ofurkonur heims á Íslandi eða kratar Vesturlanda, þá á þetta fólk eitt sameiginlegt: Að vera sjúkt af Trump heilkenninu.

Bandaríkjamönnum tókst að skilja veiruna og hvernig á að berjast gegn henni en veiran hefur stökkbreyst í heimsmeistaralegu hástökki til London, Berlínar, Parísar og Brussel og þar upplifa leiðtogar ríkjanna síendurtekið pólitískt andaslitur Joe Bidens sem aldrei festi svefn vegna Trumppúkans undir rúminu.

Stríðsópin gjalla, frá háborg kveinismans Reykjavík, kvennakórnum við Austurvöll yfir Atlantshafið til meginlandsins: Stríð, stríð, stríð gegn Pútín. Krím, Krím, Krím til Úkraínu. Stríðsóður forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristersson reytir af sér þau fáu lituðu hár sem eftir eru og segir í viðtali við Aftonbladet:

„Ég er harmi sleginn, að Bandaríkin skuli núna vera að dreifa hugmyndum Rússa um hvað Krímskaginn er. Það særir mig illa.“

Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsir því yfir í viðtali við Time Magazine að Krímskagi verði áfram rússneskur. Trump kennir einnig Kænugarði um stríðið í Úkraínu og segir að Úkraínu þurfi að láta um 20% af landinu til Rússlands.

Forsætisráðherra Svíþjóðar talar digurbarkalega fyrir hönd Úkraínu. Svona í álíka stíl og kvenkyrjan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Halda hjúin áfram verður Þorgerður að gera tilbúnar grafir fyrir dauða í heimsstyrjöldinni við Rússa á Íslandi og Ulf Kristersson verður að biðja útfararstjóra Svíþjóðar um að taka að minnsta kosti tvær milljónir tilbúinna grafa til viðbótar þeim 500 þúsund sem byrjað er að grafa. Kristersson segir: „Aðeins Úkraína getur skilgreint hvað telst vera úkraínskt landsvæði í samningaviðræðum.“

Trump lofaði í kosningabaráttunni að Úkraínustríðinu lyki á einum mánuði eftir að hann yrði forseti. Núna er það „brandari.“

Fara efst á síðu