Berst gegn ólöglegum innflytjendum – er núna hótað með fangelsi

Margir stjórnmálamenn víðs vegar í Evrópu gefa hástemmd loforð um að herða innflytjendastefnuna og taka á móti færri flóttamönnum. Ekki standa allir við gefin loforð en einn þeirra sem gerir það er ítalski Matteo Salvini, aðstoðar forsætisráðherra Ítalíu. Hann á núna yfir höfði sér margra ára fangelsi. Saksóknarinn Marzia Sabella, pólitískt rétttrúuð, telur það nefnilega vera „glæp” að vernda landamæri landsins gegn ólöglegum innflytjendum.

Nokkrir stjórnmálaleiðtogar í Evrópu berjast gegn ólöglegum innflytjendum t.d. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem neitar staðfastlega að opna landamæri landsins fyrir þeim mikla flóttamannastraumi sem reynir að komast til ESB. Fyrir það refsar ESB Ungverjalandi. Athygli vekur, að Þýskaland tekur núna upp eigin landamæragæslu til að stöðva ólöglega flóttamenn til landsins.

Síðan stjórn Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, komst til valda 2022, hefur það verið yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að draga úr fólksinnflutningnum. Ríkisstjórn Ítalíu byggir á bandalagi þriggja flokka: Bræðrum Ítalíu sem Meloni fer fyrir, Lega undir forystu Matteo Salvini og Áfram Ítalía sem Silvio Berlusconi fer fyrir.

Marzia Sabella, saksóknari, fer fram á að Salvini verði dæmdur í margra ára fangelsi. Samkvæmt Il Fatto Quotidiano er ástæðan sú, að þegar hann gegndi starfi innanríkisráðherra ár 2019, þá kom hann í veg fyrir að 147 ólöglegum farandmönnum yrði hleypt í land. Sabella sakar Salvini um „mannrán” og að hafa „brotið alþjóðleg mannréttindi.“

„Ég myndi gera þetta allt aftur“

Salvini stendur fastur fyrir og er hvergi smeykur. Hann leggur áherslu á tryggð við ítalska kjósendur sem hafa veitt honum umboð til að berjast gegn ólöglegum innflytjendum. Salvini skrifar á X (sjá að neðan):

„Ég á hættu á allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að standa við loforð mitt við kjósendur. Ég segi það aftur: að vernda landamærin fyrir ólöglegum innflytjendum er ekki glæpur. Fulla ferð áfram, án hræðslu.“

Í annarri færslu á X skrifar Salvini: „Ég játa sekt mína að hafa varið Ítalíu.

Meloni er hneyksluð á því, að Salvini sé sóttur til saka og eigi yfir höfði sér fangelsi fyrir að berjast gegn ólöglegum innflytjendum. Hún skrifar á X, að hún standi fullkomlega á bak við Salvini. Það verður fróðlegt að fylgjast með útkomu málsins.

Fara efst á síðu