Barnsfæðingum fækkar enn í Bandaríkjunum

Samkvæmt nýrri skýrslu (sjá að neðan) frá Smit- og sjúkdómsvarnarstofnun Bandaríkjanna: „US Center for Disease Control and Prevention, CDC,” halda fæðingartölur áfram að falla í Bandaríkjunum.

InfoWars greinir frá: Fæðingartíðni hefur lækkað um 2% frá árinu 2022 og 17% síðan hún náði hámarki árið 2007. Alls voru skráðar 3.596.017 fæðingar í Bandaríkjunum á síðasta ári, samanborið við 3.667.758 árið áður. Fæðingum kvenna á aldrinum 15 til 19 ára fækkaði verulega, um 4% frá 2022 til 2023. Rúmlega 10% barna sem komu í heiminn 2023, voru fyrirburar, svipað og árið áður. Fæðingar á 37. og 38. viku meðgöngu fjölgaði um 2%.

Orsakir eru ekki ræddar í skýrslunni, en líkleg orsök er fjölgun langvinnra sjúkdóma. Orsakir eru lélegt mataræðis og kemískra efna í mat. Á þetta benti Robert F. Kennedy jr., þegar hann tilkynnti á föstudag, að hann myndi draga sig út úr forsetakosningunum og styðja Donald Trump. Kennedy ætlar að halda nafni sínu á kjörseðlum í fylkum þar sem staða Kamillu Harris er sterk.

Kennedy kom fram á fjöldafundi Donald Trum í Glendale Arizona. Þeir föðmuðust og Trump hrósaði Kennedy fyrir áratuga starf í umhverfis- og heilsuverndarmálum. Trump sagði, að hann myndi stofna forsetanefnd um langvinna sjúkdóma og offitu undir forystu Kennedy og þrátláta sjúkdóma meðal barna.

„Enginn hefur gert meira en Robert F. Kennedy Jr. til að tala fyrir heilsu fjölskyldna okkar og barna“ sagði Trump og bætti við:

„Milljónir og milljónir Bandaríkjamanna, sem vilja hreint loft, hreint vatn og heilbrigða þjóð, hafa áhyggjur af eiturefnum í umhverfi okkar og eiturefnum í mat okkar. Þess vegna endurtek ég í dag loforð mitt um að koma á fót hópi helstu sérfræðinga sem vinna með Bobby til að rannsaka, hvað valdi áratugalangri aukningu á langvinnum heilsufarsvandamálum og barnasjúkdómum.”

Fara efst á síðu