Er bara hægt að fara inn í ESB en aldrei hægt að komast út? Annað virðist ekki vera í boði fyrir Ísland, því þótt lögleg ríkisstjórn hafi sent bréf til framkvæmdastjórnar ESB um að Ísland drægi umsókn sína til baka, þá er aðildarumsóknin virk samkvæmt Ursula von der Leyen.
Viljayfirlýsingar um samstarf um sjávarútvegsmál og „auðlindunum okkar“ vekja furðu, því samkvæmt stjórnarskrá þarf alþingi að samþykkja slíka vegferð áður en haldið er af stað. Valkyrjurnar biðu hins vegar eftir því að þingið væri örugglega komið í sumarfrí áður en þær tilkynntu þjóðinni um afhendingu sjávarútvegsins til til búrókratanna í Brussel, sem túlka má sem að núna sé búið að opna sjávarútvegspakkan í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Þetta er rýtingur í bak þjóðarinnar.
Sami bragur var einnig hafður á með öryggismálin: Beðið eftir að alþingi var komið í frí og þá tilkynnt um yfirlýsingu með ESB um samstarf í öryggismálum. ESB sælist ekki bara fiskimiðin og auðlindir í landhelgi Íslands, lega landsins er hernaðarlega mikilvæg og ESB vill ráða yfir Íslandi ef til heimsstyrjaldar kemur. Verið er með slíku samstarfi að kollvarpa áratuga farsælu varnarsamstarfi við besta vin Íslands, Bandaríkin. ESB er ekki lengur neitt jákvætt viðskiptalegt samstarf. ESB er að hervæðast fyrir komandi stórstríð við Rússland í Evrópu og vantar fé til vígbúnaðar. Án nokkurrar umræðu á Íslandi hafa valkyrjurnar ánetjast heimsvaldastefnu Evrópusambandsins og skattpína landann til vopnakaupa í fyrirfram tapað stríð.
Hvar geta Íslendingar leitað sér skjóls fyrir slíkum öflum? Egum við að taka slaginn eða fljúga til tunglsins eins og segir í einu heimsþekktu bandarísku lagi?