Jürgen Elsässer (fyrir miðju) fagnaði dóminum. (Mynd: skjáskot X).
Hæsti stjórnsýsludómstóll Þýskalands stöðvaði í dag ákvörðun þýskra stjórnvalda um að banna stærsta valkostafjölmiðil landsins. Dómstóllinn skrifar um málið á heimasíðu sinni.
Vinstri stjórn Þýskalands ákvað í síðasta mánuði að leggja tafarlaust niður Compact – stærsta óhefðbundna fjölmiðil landsins. Þessi ákvörðun fékk marga Þjóðverja til að leiða hugann að gjörðum Hitlersstjórnarinnar í seinni heimsstyrjöldinni.
Yfirlýstur tilgangur bannsins var að stöðva hið „öfgahægri sinnaða umhverfi.“ Compact var talið óopinbert málgagn hægri flokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) og „ógna stjórnarskránni.“
Nancy Faeser, innanríkisráðherra jafnaðarmanna, tók ákvörðunina um lokun miðilsins. Sjálf hefur hún viðurkennt náin tengsl við ofbeldisfulla vinstrimenn.
Dómstóllinn rifti ákvörðun ráðherrans
Compact sem var stofnað og undir forystu þýska blaðamannsins Jürgen Elsässer, áfrýjaði ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Í gær ákvað æðsti stjórnsýsludómstóll Þýskalands að aflétta banninu. Að minnsta kosti að hluta til.
Dómstóllinn skrifar í úrskurði sínum:
„Ekki er hægt að svo stöddu að skera endanlega úr um, hvort miðillinn uppfylli bannskilyrði um andstöðu við stjórnarskrána.“
Enn fremur skrifar stjórnsýslurétturinn:
„Compact hefur vissulega tileinkað sér baráttuglaða og árásargjarna afstöðu gagnvart grundvallarreglum stjórnarskrárinnar í mörgum færslum sínum en að megnið af efninu er ekki móðgandi.“
Þess vegna er banni stjórnvalda aflétt tímabundið á meðan málið er rannsakað nánar á grundvelli laganna. Á samfélagsmiðlum fagna Jürgen Elsässer og Compact-liðið „sigrinum“ gegn Nancy Faeser.
Hér að neðan má lesa dómsúrskurðinn í enskri gervigreindarþýðingu en frumritið á þýsku má skoða hér: