Þremur dögum fyrir ávarp Bandaríkjaforseta hjá SÞ í New York birti The Times fréttina að ofan um að starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hefðu grínast með að þeir myndu stöðva rúllustigann og lyfturnar og láta Trump vita að peningar SÞ væru búnir svo forsetahjónin yrðu að ganga upp tröppurnar í staðinn.
Það var einmitt það sem gerðist og ekki virkaði textaskjárinn heldur, þegar Trump hóf ræðu sína eins og fram kom í orðum forsetans. Þrátt fyrir allan stuðning Bandaríkjamanna við SÞ frá stofnun, þá dirfist stofnunin að sýna forsetahjónum Bandaríkjanna þessa lítilsvirðingu að smána þau við komuna og gera honum lífið leitt. Bent hefur verið á að í stiganum voru forsetahjónin með öllu óvarin ef aftökumaður hefði verið í grenndinni.
Hvíta húsið hefur beðið leyniþjónustuna að rannsaka málið og finna þá seku sem bæri tafarlaust að reka úr störfum og rannsaka nánar.
Demókratar eiga liðsmenn hjá fólki sem hefur hreiðrað um sig í kerfinu og hafa myndað hið svo kallaða djúpríki. Því miður er þetta „grín” ekkert nýtt. Þegar Bush yngri var kjörinn forseti og Clinton hjónin þurftu að flytja út úr Hvíta húsinu, þá hurfu með þeim flest öll W af lyklaborðum á tölvum Hvíta hússins. Það kom sér að sjálfsögðu illa fyrir nýju starfsmennina, því nafn hins nýkjörna forseta var George W. Bush og W var það sem skildi að soninn frá George Bush eldri.
Bandaríkjamenn gerðu réttast í því að hætta að styðja SÞ. Stofnunin er ekki lengur sú sama og eftir stríð og gæti komið sér fyrir í kjallaranum hjá WEF enda í raun ekki lengur orðin neitt annað er framlengdur armur Klaus Schwabb og Soros.