Bandarísk sendiráð krefjast að fyrirtæki hætti með fjölmenningu, jafnrétti og inngildingu

Sendiráð Bandaríkjanna í Stokkhólmi og víðar krefjast þess að sænsk fyrirtæki sem afhenda sendiráðinu þjónustu eða vörur votti að þau vinni ekki eftir svo kölluðum DEI-reglum sem eru slaufureglur fyrir fjölbreytileika, jafnrétti og inngildingu. Að sögn Dagens Nyheter sýður á ráðherrum sænsku ríkisstjórnarinnar sem sjá ekkert nema rautt eftir bréf bandaríska sendiráðsins.

Í bakgrunninum er tilskipun frá Donald Trump Bandaríkjaforseta sem krefst þess að bandarísk sendiráð og stofnanir út um allan heim staðfesti að birgjar þeirra fari að bandarískum lögum gegn mismunun.

Svo kallað DEI kvótakerfi hefur slegið í gegn í viðskiptalífi Svíþjóðar og á Íslandi á sama tíma og Bandaríkjamenn fleygja kerfinu í ruslatunnuna. Kerfið kemur upprunalega frá Bandaríkjunum.

Samkvæmt fréttum í alþjóðlegum fjölmiðlum krefjast mörg bandarísk sendiráð, þar á meðal í Madríd og Stokkhólmi, þess að innlendir frumkvöðlar fylli út vottorð staðfesta að þeir eigi ekki viðskipti samkvæmt reglum DEI. Að öðrum kosti er hætta á að samningum verði sagt upp innan fimm daga eða greiðslur verða frystar. Sendiráð Bandaríkjanna í Stokkhólmi segir í skriflegu svari til Dagens Nyheter:

„Sendiráð Bandaríkjanna eru að fara yfir samninga og fjárveitingar til að tryggja að þær séu í samræmi við nýjustu tilskipun Hvíta hússins.“

Vottunin á við um forsetaúrskurð EO 14173 – tilskipun sem miðar að því að „binda enda á ólöglega mismunun og endurvekja tækifæri sem byggjast á verðleikum.“

Glóbaliztastjórnir öskuillar – Spánn hótar að sekta fyrirtæki sem fylgja tilskipun Trumps

Þótt sendiráðið fullyrði að krafan feli ekki í sér neinar breytingar á sænsku vinnulöggjöfinni, þá eru sænsk yfirvöld og samtök að bregðast við. Nina Larsson, jafnréttisráðherra, hreytir út úr sér að fyrirtæki í Svíþjóð séu skyldug til að vinna á virkan hátt gegn mismunun:

„Samkvæmt mismununarlögum eru sænsk fyrirtæki skyldug til að vinna fyrirbyggjandi og virkt gegn mismunun og stuðla að jafnrétti, annars getur það haft lagalegar afleiðingar.“

Forstjóri sænska fyrirtækjasambandsins, Magnus Demervall, gagnrýnir harðlega afskipti Bandaríkjamanna og telur að ríki eigi ekki að skipta sér af því hvernig fyrirtæki ráða starfsfólk.

Í öðrum Evrópulöndum hafa kröfurnar vakið hörð viðbrögð. Á Spáni hóta stjórnvöld að sekta fyrirtæki sem hlýða bandaríska sendiráðinu. Lögfræðingar í Frakklandi og Belgíu hafa einnig varað við því að aðgerðir Bandaríkjanna gætu brotið gegn Vínarsáttmálanum.

Fara efst á síðu