Bandaríkjastjórn reynir að koma á kjarnorkustyrjöld áður en Trump tekur við embætti

Sá ágæti blaðamaður Tucker Carlson situr ekki aðgerðalaus í þeirri atburðarás sem núna skekur heiminn. Í nýlegu viðtali við bandaríska blaðamanninn Glenn Greenwald (sjá YouTube að neðan), ásakar Tucker Carlson núverandi Bandaríkjastjórn fyrir að hafa breytt stjórnskipun Bandaríkjanna í einræðislega, fasíska, stjórnarhætti. Ákvörðun Joe Biden að nota bandarískar langdrægar eldflaugar til árása á Rússland „er það versta sem ég hef séð á ævinni“ segir Tucker Carlson.

Bandaríkjastjórn undir leiðsögn Joe Biden forseta, hefur fótum troðið lýðræðið að mati Tucker Carlson sem ræddi við bandaríska blaðamanninn Glenn Greenwald í nýjasta viðtalsþættinum í vikunni. Tucker Carlson sagði að ákvörðun Washington um að leyfa Úkraínu að nota ATACMS eldflaugar frá Bandaríkjunum til að skjóta á skotmörk í Rússlandi væri „það versta sem ég hef séð á ævi minni.“

Stríðið orðið milliliðalaust stríð á milli Nató og Rússlands

Ræddu þeir að stríðið væri ekki lengur svo kallað umboðsstríð heldur orðið milliliðalaust stríð, þar sem Bandaríkjamenn og Bretar eru með beinni aðkomu að skjóta eigin framleiddum eldflaugum á Rússland. Úkraínumenn hafa ekki kunnáttu né getu til að stjórna slíkum eldflaugaárásum.

Svar Pútíns var að prófa nýja gerð langdrægra eldflauga sem geta borið kjarnaodda, þannig að stríðið er komið inn í nýjan þátt sem stóreykur hættuna á að allt fari úr böndunum og gripið verði til kjarnorkuvopna. Pútín hefur nýverið lækkað þröskuldinn við notkun kjarnorkuvopna og hefur lýst því yfir að þau eru núna hluti af viðbragðsstöðu Rússlands. Það er hreint út sagt ótrúlegt að verða vitni að því, að Nató skuli hunsa yfirlýsingar Pútíns eins og ekkert sé að marka þær en sannar samtímis vilja Nató að fara í kjarnorkustríð gegn Rússlandi.

Tucker Carlson:

„Vesturlönd ekki hafa engan skilning á stöðu Vladimir Pútíns og geta hæglega sett hann í þá stöðu, að hann hafi engan annan valkost en að hefja alvarleg viðbrögð gegn Úkraínu og jafnvel sumum Nató-löndum og hugsanlega Bandaríkjunum..”


Glenn Greenwald:

„Við fjarlægðum lýðræðislega kjörinn leiðtoga Úkraínu áður en kjörtímabil hans rann út árið 2014, vegna þess að við töldum hann of mikinn vin Rússlands en hann var sá sem Úkraínumenn kusu og við settum annan í hans stað. Victoria Nuland setti saman nýja ríkisstjórn og þeirra ríkisstjórn var skipt út fyrir aðra meira fylgdi Bandaríkjunum.


„Ímyndaðu þér ef Rússar framkvæmdu valdarán í Mexíkó og skiptu um ríkisstjórn vegna þess að hún væri of vingjarnleg við okkur og kæmu að forseta sem væri harðlínumaður og fylgdi rússneskri stefnu gegn Bandaríkjunum og Nató. Ímyndaðu þér hversu ógnvekjandi við myndum líta á það. Þetta var einmitt það sem við gerðum í Úkraínu.”


„Spurningin er sú að þetta hefur ekkert með þjóðaröryggi bandarísku þjóðarinnar að gera. Engum Bandaríkjamanni er ógnað af því hver stjórnar Úkraínu. Það sem Bandaríkjamönnum stendur ógn af, er það sem Bandaríkin eru að gera í Úkraínu, þar á meðal þessar síðustu aðgerðir.”


Hlusta má á viðtalið hér að neðan:

Fara efst á síðu