Bandaríkin og Rússland hefja samningaviðræður um Úkraínu

Að sögn Donald Trump munu Bandaríkin og Rússland hefja samningaviðræður um Úkraínustríðið. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir frá símtali þeirra Vladimír Pútín Rússlandsforseta á Truth Social (sjá að neðan).

Trump segir að hann og Pútín séu báðir sammála um að enda mannsdrápin í Úkraínustríðinu. Þeir eru einnig sammála um að „hefja tafarlaust samningaviðræður.“ Bandaríski forsetinn segir samtalið við Pútín hafa verið „langt og mjög árangursríkt.“ Hann skrifar á Truth Social:

„Ég átti langt og jákvætt símtal við Vladimir Pútín, Rússlandsforseta. Við ræddum Úkraínu, Miðausturlönd, orkumál, gervigreind, mátt dollarans og ýmis önnur mál. Við vísuðum báðir til mikillar sögu þjóða okkar og þeirrar staðreyndar, hversu farsælir vopnabræður við vorum í seinni heimsstyrjöldinni. Við minntumst þess að Rússland missti tugi milljóna manna og við misstum einnig svo marga! Hvor fyrir sig ræddum við styrk þjóða okkar og þann mikla ávinning sem við gætum haft einn daginn af því að vinna saman.

– Við vorum báðir sammála um, að fyrst viljum við stöðva þær milljónir mannsdrápa sem eiga sér stað í stríðinu á milli Rússlands og Úkraínu. Pútín forseti notaði meira að segja hinu sterku einkunnarorð herferðar minnar „ALMENN SKYNSEMI.“ Báðir trúum við mikið á hana. Við samþykktum að vinna mjög náið saman, innifalið að heimsækja þjóðir hvors annars. Við höfum líka samþykkt að láta viðkomandi teymi hefja samningaviðræður þegar í stað og við munum byrja á því að hringja í Zelenský forseta Úkraínu til að upplýsa hann um samtalið sem ég mun gera núna á eftir.

– Ég hef beðið Marco Rubio utanríkisráðherra, John Ratcliffe, forstjóra CIA, Michael Waltz þjóðaröryggisráðgjafa og Steve Witkoff, sendiherra og sérstakan sendiboða, um að leiða samningaviðræðurnar sem ég trúi að muni skila árangri. Milljónir manna hafa dáið í stríði sem hefði ekki gerst á minni vakt, en það gerðist og því verður að ljúka. Engum fleiri mannslífum skal fórnað! Ég þakka Pútín forseta fyrir tíma hans og fyrirhöfn varðandi þetta símtal og fyrir að láta þann yndislega mann, Marc Fogel, lausan sem ég óskaði persónulega til hamingju í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Ég trúi því að þessi gjörningur muni leiða til hagstæðrar niðurstöðu, vonandi sem fyrst!“

Trump ræddi síðan við Zelenský og segir samtalið hafa gengið vel og Zelenský vilji frið

„Það er kominn tími til að stöðva þetta fáránlega stríð, sem verið hefur grundvöllur fjöldadauða og eyðileggingu algjörlega að óþörfu. Guð blessi fólkið í Rússlandi og Úkraínu.“

Mark Fogel heilsar upp á forsetann í Hvíta húsinu eftir að hafa verið látinn laus úr haldi í Rússlandi.

Fara efst á síðu