Bandaríkin og Bretland tóku þátt í sprengingum á Nord Stream í september 2022. Það er haft eftir Sergey Naryshkin, yfirmanni rússnesku utanríkisleyniþjónustunnar SVR, að sögn Swebbtv.
Sergey Naryshkin, yfirmaður SVR, fullyrðir að Rússar hafi gögn sem sanni íhlutun Vesturlanda í sprengjuárásinni á Nord Stream. Naryshkin sagði:
„SVR hefur áreiðanlegar upplýsingar um að Bandaríkin og Bretland hafi átt beinan þátt í þessari miklu hryðjuverkaárás”
Samkvæmt gögnum leyniþjónustunnar tóku „faglegir skemmdarverkamenn frá engilsaxneskum sérsveitum þátt í að skipuleggja, undirbúa og framkvæma árásina.“
Naryshkin telur hins vegar ekki líklegt, að raunverulegum gerendum verði nokkurn tíma refsað. Rússar fá ekki einu sinni aðgang að þeim upplýsingum um árásina sem Evrópuríki hafa.
Naryshkin segir einnig, að umfjöllun vestrænna fjölmiðla sem reyna að kenna hópi úkraínskra áhugakafara um árásina, sé saga fyrir barnalega leikmenn.
Ástæðan fyrir því að gasleiðslurnar voru eyðilagðar var að koma í veg fyrir að Evrópulönd gætu notað þær til að fá ódýrt gas frá Rússlandi. Markmiðið með hryðjuverkaárásinni var að skapa sundrung og rjúfa tengslin milli Rússlands og Þýskalands.