Bandaríkin föst í kalda stríðinu og leiða heiminn í þriðju heimsstyrjöldina

Hagfræðiprófessor Jeffrey Sachs segir kaldastríðs hugsunarhátt ríkja í Bandaríkjunum undir leiðsögn „neocons“ og Victoria Nuland fv. aðstoðarutanríkisráðherra. Hann segir „djúpríkið“ hina raunverulega valdhafa og það sé að eyðileggja Bandaríkin. Samkvæmt prófessornum reynir djúpríkið að halda stríði gangandi í heiminum og lítur á stjórnmálin í Bandaríkjunum sem sjónarspil.

Í viðtali við Judging Freedom sem sent var á X (sjá að neðan) segir hinn heimsþekkti og virti hagfræðiprófessor Jeffrey Sachs, að „djúpríkið“ sé að eyðileggja Bandaríkin. Sachs á að baki langan feril og var á árunum 2004 og 2005 nefndur í hópi 100 áhrifamestu manna heims af tímaritinu Time. Hann hefur meðal annars verið sérfræðiráðgjafi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

Stækkun Nató til austurs ákveðin ár 1992

Sachs segir að kalda stríðinu hafi aldrei lokið og sé enn í gangi. Hann telur að Bandaríkin hafi haft mörg tækifæri til að miðla friði en það sé ekki gert. Áhuginn er meiri á „sigrum“ og „yfirráðum.“ Átökin í Úkraínu er spurning um yfirráð Bandaríkjanna á Úkraínu og grundvöllur lagður að ferlinu fram að stríði dagsins þegar ár 1992. Þá var ákvörðun tekin á þeim grundvelli, að Rússland væri svo veikt, að Nató gæti hæglega stækkað til austurs til landa eins og Úkraínu og jafnvel Georgíu og þannig væri hægt að umkringja Rússland. Clinton staðfesti þessa stefnu, Bush líka, – Obama og Trump framfylgdu henni og Biden tók hana til skýjanna. Allir þessir Bandaríkjaforsetar hafa fylgt þeirri stefnu sem leitt hefur okkur á barm þriðju heimsstyrjaldarinnar með stækkun Nató til austurs.

„Rússarnir sögðu nei, við viljum ekki hafa Nató við landamærin. Og það er ekki svo erfitt að skilja það, alveg eins og við vildum ekki hafa Rússa með herstöð nálægt okkur á Kúbu. En það sem gerðist, þegar svona fáránlegri og stórhættulegu stefnu er framfylgt, var að Bandaríkin tóku þátt í valdaráni í Úkraínu í febrúar ár 2014 og komu á fót ríkisstjórn í landinu í ferli sem leiðir okkur beint í bál þriðju heimsstyrjaldarinnar.“

Viljum ráða yfir öðrum

Orðið Úkraína þýðir landamæri bæði á máli Rússa og Úkra og Úkraína er við landamæri Rússlands. Sachs lýsir ákvörðun 1947 um að CIA „verði ofar lögum“ og þurfi ekki að sæta ábyrgð á gjörðum sínum. Aðferðir slíkrar stofnunar sé að „ljúga, svíkja og stela.“


„Við ættum ekki að hafa slíkar stofnanir í Bandaríkjunum. Við eigum einungis að vera með stofnanir sem fylgja lögum og hvorki ljúga, svíkja eða stela.“

Prófessor Jeffrey Sachs


Kalda stríðið hófst eftir seinni heimsstyrjöldina árið 1945 og hefur staðið yfir meira og minna síðan. Grundvöllur þess var að Vesturlönd séu að eilífu upp á kant við Sovétríkin sem er rangt. Sachs segir að þessi stefna hafi leitt heiminn nokkrum sinnum út í stórhættulegt ástand nærri heimsstyrjöld og kjarnorkustyrjöld. Síðan kom friðarsinninn Gorbatjov fram á sjónarsviðið og sagði:

„Við viljum frið. Við viljum samstarf. Við viljum sameiginlegt heimili í Evrópu. Við viljum sameiginlegt efnahagslegt líf frá Rotterdam við Atlantshaf að Vladivostok við Kyrrahaf.“

„Hvílíkt tækifæri til friðar!“ segir Jeffrey Sachs:

„Við áttum möguleika á friði. Við vildum ekki frið. Við vildum sigur. Sigur. Við vildum yfirráð. Við vildum að Nató væri alls staðar. Við vildum umkringja Rússland þannig að það yrði annars flokks veldi. Við vildum segja þeim: Það erum við sem ráðum, ekki þið!“

Djúpríkið hefur völdin

Þessi afneitun á friði er stefna neocons. Prófessorinn rekur feril Victoria Nuland sem verið hefur virk hjá öllum ríkisstjórnum í ferlinu með afskiptum af Úkraínu og stigmögnun stríðsins. Allir forsetar eru sekir um að framfylgja þessari stefnu því þetta er stefna „djúpríkisins.“ Þannig skipti í raun ekki máli hver sé forseti Bandaríkjanna, það er djúpríkið sem stjórnar. Djúpríkið vill ekki að Bandaríkin eigi „samstarf“ heldur leitast við að koma á einpóla heimi, þar sem Bandaríkin ráða ríkjum. Þetta hefur verið stefna Bandaríkjanna síðan snemma á tíunda áratugnum.

Sachs telur að djúpríkið og markmið þess séu við það að eyðileggja Bandaríkin og þróunin gæti leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar:

„Við þurfum að beita skynsemi til að halda okkur frá hörmungum. Okkur sjálfum! Fyrir okkar eigið öryggi. Zelensky á ekki að geta ákveðið hvort við komumst af eða lendum í kjarnorkustríði. Ekki heldur Bibi Netanyahu. Við verðum að hafa bandarískt öryggi! Við viljum ekki þriðju heimsstyrjöldina.“

Fara efst á síðu