Bandaríkin auka herviðbúnað í Asíu

Hernaðarspennan eykst í öllum heiminum og Bandaríkin leggja sitt af mörkum til að auka spennuna. Á sama tíma og evrópskir leiðtogar gefa í stríð gegn Rússlandi, þá styrkja Bandaríkin hernaðarlega viðveru sína í Asíu gegn Kína.

Á meðan stríðin geisa í Úkraínu og á Gaza-svæðinu (sem og á Vesturbakkanum og Líbanon) hefur friðurinn haldist í Austur-Asíu. Leiðtogar Nató og Bandaríkjanna af miklar áhyggjur af því, að Kína muni auka hernaðarumsvif sín á svæðinu. Umfram allt er talin hætta á innrás Kínverja í Taívan en einnig er talað um árásir á Japan, Suður-Kóreu og Filippseyjar.

Wall Street Journal greinir frá því, að Bandaríkin muni auka viðveru Bandaríkjahers á svæðinu. Í fyrsta skipti í sögunni verður höfuðstöð Bandaríkjahers staðsett á japanskri grundu. Frá seinni heimsstyrjöldinni hafa Bandaríkin verið með hernaðarviðveru í Japan eins og í Þýskalandi. Bandarískir hermenn hafa einnig verið í Suður-Kóreu frá 1957 eftir Kóreustríðið 1950-53.

50.000 hermenn

Hugmyndin er að höfuðstöðvarnar stjórni 50.000 bandarískum hermönnum í Japan. Bandarísku stjórnmálamennirnir hafa ekki viljað tjá sig um, hvernig bandaríska herstjórnin muni hafa samvinnu með þeirri japönsku. Til samanburðar þá tekur Bandaríkjastjórn yfir herstjórn suður-kóreskra hermanna í stríðsástandi.

Áframhaldandi umræður snúast einnig um hvernig Japan geti hjálpað Vesturlöndum að auka herbirgðir sínar, auk þess að senda vopn til Úkraínu.

Samkvæmt japönskum lögum er landinu óheimilt að selja herskáum löndum vopn. Hins vegar er það sniðgengið með því að selja vopn til Bandaríkjanna. Vegna umfangsmikilla hjálparpakka til Úkraínu hafa Bandaríkin meira og minna tæmt lager sinn af Patriot eldflaugavarnarkerfum. Hugmyndin er sú, að vopnaiðnaður Japans eigi að koma til aðstoða og fylla upp á það sem vantar af vopnum vegna stríðsins í Úkraínu.

Hvernig bregðast Kína og Rússland við?

Hvernig Rússland, Kína, Íran og Norður-Kórea munu bregðast við auknum herumsvifum Bandaríkjanna í Asíu á eftir að koma í ljós. Þessi ríki hafa þróað með sér aukið hernaðarlegt samstarf og í júní gerðu Rússland og Norður-Kórea samkomulag um samvinnu í varnarmálum.

Fara efst á síðu