Bændamótmæli tilkynnt í London 19. nóvember

Á síðasta ári mótmæltu þúsundir bænda í Evrópu grænum umskiptum Evrópusambandsins, háu eldsneytisverði og reglugerðafargani. Næstir í röðinni eru breskir bændur sem grípa til varna gegn árásum Starmer stjórnarinnar á landbúnaðinn í Bretlandi. Þjóðólfur greindi frá því í gær, að ríkisstjórn hefði gert atlögu að landbúnaðinum með 20% erfðaskatti á eignir yfir milljón punda sem þýðir að þriðjungur breskra bænda fer í gröfina. Í nóvember halda bændur til miðborgar London til að mótmæla slíkum árásum og vernda afkomu sína, landbúnaðinn.

Í fyrra fóru mótmæli bænda eins og eldur í sinu um Evrópu þar sem bændur kröfðust réttinda sinna meðal annars í Hollandi, Frakklandi, Þýskalandi Ítalíu, Bretlandi og fleiri löndum. Bændurnir flykktust til Brussel á traktorum sínum og skildu eftir vel lyktandi mykjukveðju við hallardyr miðstjórnarinnar. Mótmælin gegn grænu umskiptum Evrópusambandsins, dýru eldsneyti gerði ýmsa stjórnmálamenn ESB hrædda sem bökkuðu aðeins tímabundið. ESB heldur uppi sömu árásar- og útrýmingarstefnu á landbúnaðinn. Afleiðingin af sömu stefnu gæti verið hluti af ástæðum flóðanna í Valencia á Spáni vegna þess að margir af fyrri varnargörðum voru fjarlægðir að kröfu ESB.

Dagblaðið Standard skrifar, að bændur muni safnast saman í miðborg London 19. nóvember til að mótmæla „dauðaskatti” Starmers. Landssamband breskra bænda stendur á bak við mótmælin.

Mótmælin geta lamað London

Blaðið skrifar að hundruðum dráttarvéla verði ekið að þinginu í Westminister og að krafist verið afnáms erfðafjárskatts á jörðum þeirra. Í dag er enginn erfðaskattur og nýr skattur mun hafa afdrifaríkar afleiðingar á afkomu bænda en samkvæmt blaðinu verður lagður allt að 50% erfðaskattur á eiginir yfir fyrstu milljón punda.

Bændur segja skattinn slá út fjölskyldufyrirtæki og skaða fæðuöryggið. Steve Reed umhverfisráðherra Breta segir fullyrðingar bænda ekki á rökum reistar:

„Ég skil vel áhyggjur bænda af breytingum. En dreifbýlið þarf á betri heilsuþjónustu að halda, húsnæði á viðráðanlegu verði og almenningssamgöngur sem við getum fjármagnað ef við gerum kerfið sanngjarnara. Þess vegna hefur ríkisstjórn Verkamannaflokksins tilkynnt áform um að lækka fasteignaskatt í landbúnaði.”

Samkvæmt The Standard geta mótmæli bænda hæglega „lamað höfuðborgina.“ Margir fagna á samfélagsmiðlinum X, að bændur rísi upp og byggi varnarmúr gegn ofbeldi glóbalizmans.

Fara efst á síðu