Baandaríkin: Stórsigur fyrir börn og lýðheilsu

Áttundi áfrýjunardómstóll Bandaríkjanna uppheldur banni Arkansas ríkis við “kynstaðfestingarmeðferðum” á börnum og ungmennum  

Arkansas ríki vann í gær stórsigur sigur í dómsmáli, sem lagði á ný bann við læknisfræðilegum „kynstaðfestingarmeðferðum“––ranghormónameðferðum, kynþroskahemlum og skurðaðgerðum––á „trans“ börnum, sem leyfðar voru árið 2021.

Áttundi bandaríski áfrýjunardómstóllinn (United States Eight Circuit Court of Appeals) í St. Louis, Missouri, úrskurðaði með 8-2 atkvæðum að hnekkja niðurstöðu lægra dómstóls og sagði bannið ekki stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Dómstóllinn vísaði til nýlegs úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna, sem staðfesti svipað bann í Tennessee ríki.

Lögin, sem rétturinn upphélt, koma í veg fyrir aðgerðir eins og að fjarlægja brjóst stúlkna sem segjast vera drengir, skurðaðgerðir sem fjarlægja kynfæri barna og ungmenna og lyfjaávísanir fyrir börn og ungmenni á kynþroskahemla og rangkynhormóna. Þessi lyf og aðgerðir eru kynferðislegar limlestingar og valda m.a. óafturkræfum afleiðingum fyrir frjósemi, þroska, heilbrigði beina og hjarta. Arkansas var fyrsta ríkið til að samþykkja lög sem banna þessi inngrip, en síðan hafa yfir tveir tugir bandarískra ríkja samþykkt svipuð lög.

Hins vegar gekk úrskurður áfrýjunardómstólsins lengra en ákvörðun Hæstaréttar og sagði að bannið við læknisfræðilegum „trans“ inngripum bryti ekki gegn réttindum foreldra samkvæmt 14. breytingu bandarísku stjórnarskrárinnar um réttláta málsmeðferð. „Þessi dómstóll finnur engan slíkan rétt í sögu og hefð þjóðarinnar,“ sagði í dómsorðinu, varðandi umdeildan rétt foreldra til að gera „trans kynstaðfestingarmeðferðir“ á börnum þeirra. 

Appeals court upholds Arkansas ban on transgender treatments for minors

,,Ég get ekki sagt þér hversu oft fólk hefur spurt mig síðastliðin fjögur ár: ,Hvenær mun þetta gerast? Við verðum að stöðva þessar geldingar, lyfjafræðilegar og skurðaðgerðir á börnum.’ Það verður að vernda börn. Við höfum beðið þolinmóð, og í dag er góður dagur,sagði þingmaðurinn Robin Lundstrum, repúblikani sem styrkti lagafrumvarpið. 

Arkansas-þing kaus að hnekkja neitunarvaldi þáverandi ríkisstjóra Asa Hutchinson, sem einnig er repúblikani, til að samþykkja bannið. Lög þessi voru þau fyrstu sinnar tegundar, en mörg önnur ríki hafa síðan samþykkt svipuð bönn við læknisfræðilegum inngripum á „trans“ einstaklingum.

Framkvæmdastjóri ACLU, Holly Dickson, gagnrýndi úrskurðinn harðlega. „Þetta er hörmulega óréttlátt niðurstaða fyrir trans íbúa Arkansas, lækna þeirra og fjölskyldur… Ríkið hafði öll tækifæri til að sanna að þetta eru hættuleg lög sem skaða börn.“ 

Þingmaðurinn Alan Clark (R) var ósammála: „Þetta er ekki læknisfræði; þessar ,kynstaðfestingarmeðferðir’ eru ekki vísindi. Við erum að limlesta börn.

Þýtt og endursagt: Blaze https://www.theblaze.com/news/arkansas-trans-ban-appeals-minors?utm_l

Íris Erlingsdóttir
Höfundur er fjölmiðlafræðingur

Fara efst á síðu