Ávarp Robert F. Kennedys á kosningafundi Trump, Arizona

Robert F. Kennedy flutti ávarp á kosningafundi Trumps í Glendale Arizona í gær. Kennedy fékk afar góðar viðtökur með dúndrandi lófaklappi og áheyrendur kölluðu nafn hans. Hér er ávarpið í lauslegri þýðingu:

Þakka þér, Trump forseti. Nokkrum klukkustundum eftir morðtilraunina í Butler fékk ég símtal frá talsmanni öruggs matvæla að nafni Kelly Means, sem hefur barist í mörg ár fyrir því að ráða niðurlögum spillingarinnar hjá Smit- og sjúkdómsvarnarstofnuninni, CDC, Matvæla- og lyfjastofnuninni, FDA og landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna, USDA.

Þessar stofnanir – þessar eftirlitsstofnanir – eru í raun reknar af stóru matvælavinnslufyrirtækjunum, stórum stofnunum (the big ag) og efnafyrirtækjum sem þeim er ætlað að hafa eftirlit með.

Hann sagði við mig að hann hefði ráðlagt mér og baráttu minni í mörg ár. Um kvöldið sagði hann mér, að hann væri líka að veita Trump forseta ráð og spurði hvort ég myndi vilja tala við Trump forseta. „Auðvitað” sagði ég.

Nokkrum mínútum síðar fékk ég símtal frá forsetanum og við töluðum saman. Við áttum mjög gott samtal. Svo bauð hann mér að koma til sín daginn eftir. Ég fór til Minneapolis og hitti hann. Við hittumst aftur nokkrum vikum síðar í Flórída.

Við ræddum ekki um það sem aðskilur okkur – vegna þess að við erum ekki sammála um allt – heldur um gildin og málefnin sem binda okkur saman. Eitt af þeim málum sem hann talaði um var að hafa trygga fæðu og binda enda á langvinna sjúkdómsfaraldurinn.

Börnin okkar eru núna þau óheilbrigðustu og veikustu í heimi. Viljið þið ekki að börnin séu heilbrigð? Viljið þið ekki að efnin verði tekin úr matnum okkar? Viljið þið ekki að eftirlitsstofnanir séu lausar við spillingu risafyrirtækja?

Þetta sagði Trump forseti mér, að hann vildi gera. Hann sagði mér líka að hann vildi binda enda á tök „neocons” á utanríkisstefnu Bandaríkjanna.

Hann sagðist ekki vilja sjá fleiri 200 milljarða dollara pakka til stríðsins í Úkraínu – að við gætum í staðinn notað þá peninga hér í Bandaríkjunum. Besta leiðin til að byggja upp örugga Ameríku er að endurreisa iðnaðargrundvöll okkar og millistéttina hér á landi.

Viljið þið ekki fá forseta sem mun koma okkur út úr stríðum og endurreisa millistéttina í þessu landi?

Trump sagði mér, að hann vildi afnema ritskoðun vegna þess að allur grundvöllur bandarísks lýðræðis er frjálst flæði upplýsinga. Við vitum, að ríkisstjórn sem getur þaggað niður í andstæðingum sínum, fær leyfi til hvaða voðaverka sem er.

Munið þið eftir einhverju atviki í sögunni, þar sem þeir sem voru að ritskoða voru góða fólkið? Þeir eru alltaf vondu mennirnir, því það er alltaf fyrsta skrefið niður hina hálu alræðisbrekku.

Viljið þið ekki fá forseta sem mun vernda frelsi Bandaríkjanna og vernda okkur gegn alræði? Mig langar að spyrja ykkur aftur: Viljið þið ekki hafa öruggt umhverfi fyrir börnin ykkar?

Viljum við ekki vita, að maturinn sem við gefum þeim sé ekki fullur af efnum sem valda krabbameini og langvinnum sjúkdómum?

Viljum við ekki fá forseta sem mun gera Bandaríkin heilbrigð aftur?

Þakka ykkur öllum kærlega fyrir. Guð blessi ykkur og Guð blessi Ameríku.

Hér að neðan má hlýða á ávarp Kennedys:

Fara efst á síðu