Átti verksmiðju í Tyrklandi – lifði á félagsbótum í Svíþjóð

41 árs karlmaður frá Sýrlandi, búsettur í Eskilstuna, verður sóttur til saka fyrir þjófnað gegn sænska ríkinu. Ástæðan er sú, að hann fékk félagsbætur í Svíþjóð samtímis sem hann átti og rak fataverksmiðju í Tyrklandi.

Aðili sem ekki sagði til nafns hringdi í upplýsingarlínu Eskilstuna sveitarfélags. Sagðist hann vita af 41 ára gömlum íbúa í Eskilstuna sem lifði á félagsbótum og væri ekki eins fátækur og hann þættist vera.

Fataverksmiðja í Tyrklandi

Uppljóstrarinn útskýrði að „fátæklingurinn“ kæmi frá Sýrlandi en ætti fyrirtæki í Tyrklandi. Með nafnlausu bréfi lét uppljóstrarinn sveitarfélagið fá skráningarskírteini fyrirtækisins, kvittanir og annað máli sínu til sönnunar. Skjölin sem bárast voru send til þýðingar og þá sáu embættismenn sveitarfélagsins, að maðurinn var skráður sem eigandi tyrkneska fyrirtækisins. Samkvæmt skráningu fyrirtækisins rekur fyrirtækið verslun með fatnað og framleiðir föt.

Árið 2022 millifærði maðurinn 352.000 sænskar krónur til Tyrklands vegna kaupa á verksmiðjunni. Samtímis þáði hann félagslega aðstoð frá skattgreiðendum Eskilstuna. Með því að nota hliðarverði og skipta á milli gulls og reiðufjár gat maðurinn falið eignir sínar fyrir sænskum yfirvöldum. Komið hefur fram, að maðurinn hafi flogið mörgum sinnum til Tyrklands til verksmiðjunnar.

Kærður til lögreglu

Í júní á þessu ári kærði sveitarfélagið Eskilstuna manninn til lögreglunnar fyrir brot á félagsbótalögum. Jafnframt er krafist endurgreiðslu upp á 294.407 sænskar krónur. Í skýrslunni er bent á að sveitarfélagið hafi upplýst manninn í gegnum arabískan túlk um þær reglur sem gilda og að honum sé skylt að upplýsa um allar eignir sínar bæði innan og utan Svíþjóðar fái hann félagslegar bætur. Það gerði maðurinn ekki. Maðurinn á yfir höfði sér allt að 6 ára fangelsi verði hann fundinn sekur um alvarlegt brot.

Fleiri mál

Málið með sýrlenska fataframleiðandann í Tyrklandi er eitt af sex svikamálum úr velferðarkerfinu sem sveitarfélagið Eskilstuna hefur kært til lögreglunnar á þessu ári. Í einu tilfelli var kona kærð til lögreglu, þar sem hún fékk félagsbætur á meðan hún var í Írak. Einnig var karlmaður kærður til lögreglu, þar sem honum tókst að svindla á félagsbótum frá tveimur mismunandi sveitarfélögum samtímis.

Fara efst á síðu