Askja Pandóru opnuð í Miðausturlöndum

Ofursti Douglas Macgregor, J.W. Carden blaðamaður og Pascal frá Hlutleysisrannsóknum ræddu ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs í nýlegum þætti (sjá Youtube að neðan) sem vægast sagt er ófriðarlegt. Ræddu þeir samskipti Ísraels við Bandaríkin og hvaða tögl Ísraelsmenn hafa á embættismönnum í Washington og hvaða hernaðarlegar afleiðingar það getur haft á stríð Ísraels við Hamas og Hizbollah hryðjuverkasveitirnar. 

Douglas Macgregor lýsti reynslu sinni af ítökum olígarka, nyfrjálshyggjumanna sem halda í þræðina á bak við tjöldin, þannig að hvorki herinn né forsetinn fengi við ráðið. Lýsti hann skriffinnsku bandaríska hersins sem stirðri og með seinagangi og því ekki alltaf ljóst, hvort Bandaríkjaforseti fái raunverulega sannar fréttir af ástandinu. 

Rússar munu ekki yfirgefa Íran

Hann sagði að búið væri að opna Pandóruöskju í Miðausturlöndum. Rússar myndu ekki yfirgefa Íran, Tyrkir færu ekki í stríð við Íran en spurning hvað gerðist milli Tyrkja og Ísraels, þegar Tyrkir tækju land í stríði sínu við Kúrda. Tyrkir gætu með því bókstaflega verið komnir upp að landamærum Ísraels. Douglas Macgregor sagði:

„Ég held að búið sé að opna Pandóraöskju og við vitum ekki nákvæmlega hvert hlutirnir munu fara. Við getum sagt nokkra hluti með vissu og einn þeirra er að Rússar muni ekki yfirgefa Íran, það er öruggt mál. Þeir munu standa með Írönum.  Tyrkir munu ekki aðstoða við að eyða Íran….Þetta er ekki stríð sem þeir vilja heyja. Hins vegar gætu Tyrkir snúist auðveldlega gegn Ísraelum. Við höfum tilhneigingu til að gleyma því, að það eru bara tvær miklar valdamiðstöðvar á svæðinu síðustu þúsund árin, annað þeirra er Tyrkland og hitt er Persía.“

Trump ætti að lýsa því yfir að Bandaríkjamenn fari ekki í stríð við Íran

Rætt var um líkur á nýju arabísku vori og mögulega árás Ísraels á Íran sem kæmi þá líklega áður en Rússland lyki aðgerðum sínum í Úkraínu. Douglas Macgregor sagði að það besta sem Trump gæti gert núna væri að lýsa því yfir að Bandaríkin færu ekki í stríð við Íran, það væri ekki stríð sem Bandaríkin hefðu neinn áhuga á. Einnig ætti Trump að stöðva tafarlaust allar vopnasendingar til Úkraínu, því þá væri stríðið sjálfdautt, – alla vega af hálfu Bandaríkjamanna. Trump ætti að lýsa yfir brottflutningi allra Bandaríkjamanna frá Úkraínu til að sýna Evrópusambandinu og Nató að Bandaríkin hefðu engan áhuga á þessu stríði og tækju enga ábyrgð á því lengur. Með því færi boltinn til Evrópuríkjanna og Nató. 

Douglas Macgregor lýsti því einnig yfir, að hann sæi ekki viljann til að ljúka stríðinu í Úkraínu og benti á stríðshagsmuni ólígarka og glóbalizta sem sýndu ekki á neinn hátt að þeir vildu ljúka stríðinu.

Fara efst á síðu