Ár 2050 má búast við að sjö af hverjum tíu jarðarbúum búi í borgum

Búist er við að hlutfall fólks sem býr í þéttbýli haldi áfram að aukast, samkvæmt nýlegri skýrslu frá Statista sem byggir á áætlunum frá Sameinuðu þjóðunum. Samkvæmt skýrslunni er þéttbýlismyndun í Evrópu nú að meðaltali yfir 80%.

Af Norðurlöndunum er Ísland sagt vera þéttbýlasta landið, þar sem 94% landsmanna búa í borgum, ef mark er takandi á Wikipedia. Þéttbýlismyndun Svíþjóðar er 88,7 prósent, Danmörk 88,5, Finnlands 85,8, en Noregur er með minnstu þéttbýlismyndun með 84 prósent.

Þegar litið er á Evrópu í heild eru lönd eins og Slóvenía, Slóvakía, Serbía, Króatía og Pólland talin minnst þéttbýl, þar sem um 55-60% búa í borgum.

Að frátöldum borgríkjum eins og Mónakó, San Marínó og Singapúr og Kúveit í Miðausturlöndum þar sem þéttbýlismyndun er 100%, þá er Belgía ásamt Úrúgvæ í efsta sæti á heimsvísu, bæði með þéttbýlismyndun yfir 95%.

Meðal minnstu þéttbýlisríkja í heiminum fyrir utan Afríku, þar sem þéttbýlismyndun er almennt mjög lítil, eru Sri Lanka og Nepal á Himalaja-svæðinu, þar sem 19,2 og 21,9% búa í borgum.

Nokkrir þættir sem hafa áhrif á þéttbýlismyndun

Miðað við nýlega skýrslu frá Statista sem byggir á gögnum Sameinuðu þjóðanna, er þéttbýlisþróunin í Kína ein sú hraðasta í heimi. Þróunin hefur aukist frá 11.8% árið 1950 í 64,8 prósent í dag og búist er við 80% þéttbýli árið 2050. Íbúar landa eins og Japan, Brasilía og Bretland muni yfir 90% búa í þéttbýli árið 2050.

Búist er við að önnur lönd í Norður- og Vestur-Evrópu verði með nálægt 90% þéttbýlismyndun á sama ári. Í Suður-Evrópu er ekki spáð jafn mikilli þéttbýlismyndun, eða 82,1%, en Austur-Evrópa er jafnvel aðeins lægri í spánni – eða 79,4%. Í Bandaríkjunum er áætlað að 83,7% íbúanna búi í borgum árið 2025 og muni fjölga í 89,2% árið 2050.

Þegar litið er yfir allan heiminn er áætlað að sjö af hverjum tíu íbúum muni búa í borgum árið 2050, samanborið við rúmlega annan hvern mann í dag.

Skýrsluhöfundar fullyrða, að nokkrir almennir þættir stuðli að áframhaldandi þéttbýlisþróun. Svo kallaðir þrýstiþættir „push factors“ geta til dæmis verið að neyðast til að yfirgefa dreifbýli vegna náttúruhamfara, sjálfvirkni í landbúnaði eða skiptingu lands með færri störfum í dreifbýlinu.

Fara efst á síðu