Annað banatilræði við Trump

Öryggisvörður Secret Service skaut fjórum skotum að byssumanni sem var með AK 47 style riffil með sjónauka skammt frá Donald Trump þar sem hann var að spila golf á 5tu holu á Palm Beach Golf Course. Atvikið átti sér stað kl. 13:30 að staðartíma, laust fyrir sex íslenskum tíma. Riffilmaðurinn flúði á bíl  en var handtekinn skömmu síðar af lögreglu í Martin sýslu á þjóðvegi I-95 þar sem hann var stöðvaður á flótta undan réttvísinni. Vitni sá tilræðismanninn þegar hann flúði í svörtum Nissan frá golfvellinum. Vitnið afhenti lögreglu mynd af bílnum með bílnúmeri svo lögregla fór á eftir honum. Tilræðismaður heitir Ryan Wesley Routh búsettur á Hawai, öfgamaður, stuðningsmaður Biden/Harris, sem hefur kallað Trump ógn við lýðræði; “Threat to Democracy.” Studdi Demókrataflokkinn með fjárframlögum. Ryan Wesley er 58 ára gamall, mynd af honum í Washington og Kænugarði “providing soldiers for the War Effort,” stuðningsmaður Úkraínustríðsins. “Reiðubúinn að deyja fyrir fólkið í Úkraínu.” Kvaðst gleðjast þegar Trump væri “horfinn.

Ryan Wesley er í vörslu lögreglu grunaður um tilraun til banatilræðis. AK-47 style riffillinn með sjónaukanum fannst í runna ásamt go-pro myndavél til þess að mynda banatilræðið. Trump var skotmark mannsins. CNN skýrði frá því að byssumaðurinn; gunman hafi skotið í átt að Trump. Secret Service munu hafa svarað strax í sömu mynt þar sem Ryan Wesley faldi sig í runnanum einni til tveimur holu frá Trump. Öryggisverðir svöruðu í sömu mynt og öryggisverðir umkringdu Trump strax til varnar.

Atvikið í Palm Beach er tveimur mánuðum eftir banatilræðið í Butler þar sem hann slapp þegar byssukúla strauk eyra hans. Í Butler Pennsylvaníu var tíu skotum hleypt af áður en tilræðismaðurinn var skotinn til bana af Secret Service.

Joe Biden og Kamila Harris hefur verið tilkynnt um atburði í Flórída.

Fara efst á síðu