Áfrýjunardómstóll í Svíþjóð hefur núna dæmt eldri konu sem seldi heimabakað brauð og snúða á Facebook í sex vikna fangelsi. Lögmaður hennar varar við því að konan muni ekki geta afplánað þennan þunga dóm sökum aldurs og heilsufars.
Konan hefur rekið starfsemina án þess að skrá eldhúsið eða fá tilskilin leyfi frá embættismönnum, að því er P4 Norrbotten greinir frá.
Snúðasalan hefur verið í gangi í nokkur ár og hefur náð til margra viðskiptavina á samfélagsmiðlum þar sem konan birti myndir af bakstri sínum ásamt og barnabörnum.
Þrátt fyrir þrýsting og sektir frá sveitarfélaginu hefur hún haldið bakstrinum áfram og sölunni.
Áfrýjunardómstóll í Efra-Norðurlandi hefur núna úrskurðað að brotið sé nægjanlega alvarlegt til að réttlæta fangelsisdóm.
Verjandi konunnar, Frida Larsson, lýsir yfir áhyggjum af dómnum í viðtali við P4 Norrbotten:
„Hún er ósammála niðurstöðu dómstólsins um að það sem hún gerði réttlæti fangelsisdóm. Hún sér heldur ekki fram á það, hvernig hún eigi að geta afplánað fangelsisdóm.“