Myndskeið af bandarískum ríkisborgara sem var í heimsókn í Þýskalandi og virðist hafa orðið enn eitt fórnarlamb fjölbreytileika Evrópusambandsins hefur farið um víða á samfélagsmiðlum. Þegar Bandaríkjamaðurinn reyndi að grípa inn í þegar tveir menn voru að áreita tvær konur var hann stunginn.
Ráðist var á John Rudat, 21 árs gamlan Bandaríkjamann í sporvagni í Dresden aðfaranótt laugardags og sunnudags um síðustu helgi. Bandaríkjamaðurinn var fluttur alvarlega særður á sjúkrahús með stungusár í andliti.
21 árs sýrlenskur ríkisborgari að nafni „Majid A“ var handtekinn nálægt annarri sporvagnsstoppistöð, grunaður um aðild að árásinni. Þrátt fyrir grun um alvarlegt brot og þá staðreynd að hann hafði áður verið ákærður fyrir grófa líkamsárás, rán og að vera ólöglega í Þýskalandi var hann látinn laus síðar á sunnudag. Samkvæmt yfirvöldum í Dresden höfðu þau ekki nægar sannanir til að tengja manninn við stunguárásina. Aðalsaksóknarinn Jürgen Schmidt sagði við fjölmiðla:
„Samkvæmt mati saksóknara á vakt voru ekki nægilegar ástæður til gæsluvarðhalds. Ekki er hægt að rekja hnífárásina til hans.“
Lögreglan rannsakar myndir úr myndavélum sporvagnsins og annar maður sem einnig er grunaður um stunguárásina gengur laus.
John Rudat, ein amerikanischer Staatsbürger, war in Dresden unterwegs, als er bemerkte, wie eine junge Frau von zwei Männern belästigt wurde. Er schritt ein und wurde im Gesicht mit einem Messer verletzt. Im Interview mit NIUS-Chefredakteur @jreichelt spricht der Held von… pic.twitter.com/f75euGZBeh
— NIUS (@niusde_) August 26, 2025
Ber örin með stolti
Eftir árásina segist John Rudat hafa næstum orðið blindur og hann lýsir því einnig yfir að hann muni bera örin með stolti. Rudat fordæmir það sem hann kallar „innflytjendavandamál Evrópu“ í myndskeiðinu sem hefur verið deilt víða og birt m.a. á Instagram.
Hann var í Þýskalandi að heimsækja fjölskylduna sem hann bjó hjá sem skiptinemi og bendir á að borgin virðist hættulegri síðan hann var þar síðast. John Rudat er annar bandaríski ferðamaðurinn sem verður fyrir árás í Evrópu á stuttum tíma.