AMERÍSKA ÖLDIN HEYRIR SÖGUNNI TIL …

Tímans þungi niður fram steymir. Ameríska öldin heyrir sögunn til; American Century 1947-2025. Ameríka setur sjálfa sig í 1. sæti fram fyrir alþjóðavald; Make America Great Again. Bandaríkin voru ráðandi heimsveldi í einpóla veröld en sá heimur er hruninn. Við lifum nú í margpóla veröld með Kína, Indland, Rússland og Bandaríkin ráðandi stórveldi. Við erum vitni að upplausn ESB og Nato. Við erum vitni að endalokum endalausra styrjalda og fjörbrotum glóbalizma.

Donald Trump hefur hætt fjármögnun Úkraínu sem hefur tapað stríðinu gegn Rússlandi. Evrópuríki hins vegar eru staðráðin í að halda áfram stríðinu við Rússland. Ísland þar á meðal. Evrópskir leiðtogar eru vegvilltir kjánar. Hnignun Evrópu blasir við öllum nema pólitískum leiðtogum álfunnar. Glámskyggni Íslendinga er sérlega eftirtektarverð. Donald John Trump vann afgerandi sigur 5. nóvember; landslide victory. Hins vegar töldu 94% Íslendinga að Kamala Harris yrði forseti því Trump sé hættulegur narsissti og fasisti. Svona öflug er lygaveita íslenska ríkisins.

Fara efst á síðu