Alþjóðasamband sósíalista styður forsetaframboð Kamala Harris

Alþjóðasamband sósíalista „The Socialist International” samanstendur af samtökum sósíaldemókrata, sósíalista og verkalýðsflokka út um allan heim. Sambandið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem lýst er yfir stuðningi við framboð Kamala Harris í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum 5. nóvember (sjá X að neðan).

Þessi yfirlýsing er enn eitt dæmið sem staðfestir þá vinstristefnu sem Kamala Harris fylgir og mun reyna að troða upp á bandarískan almenning nái hún kjöri sem forseti Bandaríkjanna.

Alþjóðasamband sósíalista skrifar í opinberri yfirlýsingu:

„Frá Alþjóðasambandi sósíalista: Við lýsum stolt yfir stuðningi við framboð @KamalaHarris í komandi kosningum þann 5. nóvember. Við erum sannfærð um það, að hún muni fara til sögunnar sem fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna.“

Kamala gæti því, nái hún kjöri, komist í sögubækurnar fyrir sambærilega harðstjórn og Fidel Castro á Kúbu og Maduro í Venusúela.

Fara efst á síðu