Alþingi þarf að afnema haturslög og ritskoðun til að Ísland geti átt viðskipti við Bandaríkin

Eftir hinn sjálfsagða dóm Hæstaréttar Bretlands um að kyn einstaklings sé skráð líffræðilegt kyn við fæðingu, þá þarf ríkisstjórn Íslands að breyta lögum um kynrænt sjálfræði á Íslandi. Þau lög byggja á því að 15 ára og eldri hafi rétt til að breyta skráningu á kyni sínu í þjóðskrá. Beiðni um slíka breytingu skal beint til Þjóðskrár Íslands og hefur sú breyting síðan áhrif á útgefin persónuskilríki, opinberar skrár og gögn. Það er með eindæmum að fullorðið fólk á Alþingi skuli hafa hleypt öðrum eins hugarórum gegnum þingið, rétt eins og að manneskjan sé orðin skaparanum máttugri og geti sjálf valið kyn eins og sælgæti í búð.

Lögin um kynrænt sjálfræði ganga í berhögg við það eðlilegu lagalega viðhorf, að kyn er hið líffræðilega skráða kyn við fæðingu. Það er hvorki hin svo kallaða kynvitund eða hið kynræna sjálfræði sem ákveður kynið. Væri það hægt gætum við slökkt á sólinni á kvöldin og ákveðið hita andrúmsloftsins með hitastillingu á heimilinu. Hér er mannskepnan að þykjast vera guð og stjórna náttúruöflunum. Vinstri grænir fuku út af alþingi sem var mátulegt á þá og kjaftshöggið á Sjálfstæðisflokkinn líka fyrir að troða þvílíkri brjálæðisheimsku upp á Íslendinga. Katrín Jakobsdóttir fékk stöðu hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni fyrir vikið en Sameinuðu þjóðirnar eru orðnar meistari í því að sundra íbúum þjóðríkja með þessari sem og Covid og Grænu svikamyllunni.

Ef að fólk er ekki farið að sjá gegnum þennan spuna sem er settur fram til að splundra vestrænum ríkjum, þá er kominn tími til að fara í alvöru að hugsa málin. Bandaríkjamenn eru sem venjulega í fararbroddi frelsisins og núna segja þeir að þeir vilji ekki eiga viðskipti við ríki sem takmarka málfrelsið með svo kölluðum haturslögum.

Á Íslandi lítur 233.gr.a. hegningarlaganna út svona:

 „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernisuppruna eða þjóðlegs uppruna, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, fötlunar, kyneinkenna,  kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“

Málfrelsið er hluti í tvíhliða samningagerð Bandaríkjanna við erlend ríki

Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir í viðtali við Mike Benz að Bandaríkjamenn berjast gegn ritskoðun hvar sem er:

„Við hættum ritskoðun sem studd var af stjórnvöldum í Bandaríkjunum í gegnum utanríkisráðuneytið. Þetta hófst fyrir um það bil 15 árum…. en þróaðist upp í það að bandarískir skattgreiðendur voru látnir borga samtökum og hópum til að ráðast á bandaríska ríkisborgara.“

„Málfrelsinu er ógnað um allan heim, þar á meðal í löndum sem eru bandamenn okkar. Besta leiðin til að vinna gegn rangupplýsingum …er að sjá til þess að sannleikurinn fái jafn mikla eða meiri möguleika til að tjá sig og ósannindin.“

Rubio nefnir dæmið með hryðjuverkamanninn sem ríkisstjórnin vísaði úr landi til El Salvador en meginmiðlar hafa haldið því fram að hann sé bandarískur ríkisborgari sem er ekki satt. Rubio sagði hættulegt þegar verið er að nota ritskoðun sem pólitískt vopn sem notað er til þess að fara á eftir fólki sem stjórnvöldum líkar ekki við. Hann nefndi dæmi um fólk sem er sett í fangelsi fyrir að setja eitthvað á netið og segir Bandaríkjastjórn ekki vilja að Bandaríkjamenn sem eiga heima í London eða í Evrópu verði settir í steininn fyrir að hafa frjálsar skoðanir:

„Það fyrsta sem augljóslega er forgangsverkefni okkar eru Bandaríkjamenn. Við viljum ekki sjá að Bandaríkjamaður sem býr í London eða í Evrópu og birtir eitthvað á netinu um bandarísk stjórnmál eða hvaða pólitík sem er og stendur svo allt í einu frammi fyrir afleiðingum þar eða verður neitað um inngöngu…. „Ó, við hleypum þeim ekki inn í landið okkar eða við ætlum að handtaka þá vegna þess að þeir póstuðu eitthvað á meðan þeir bjuggu hér…“ Áhugi okkar númer eitt eru þau áhrif sem ritskoðun hefur á Bandaríkjamenn.“

Við vonum að enn sé litið á málfrelsið sem eitt af sameiginlegum gildum okkar

„Víðtækari punkturinn, sem er sá sem ég held að varaforsetinn hafi sagt mjög skýrt í München á öryggisráðstefnunni…Fólk varð brjálað yfir því sem hann sagði ekki satt. Hvað er það sem tengir okkur við Vestur-Evrópu? Hvað er það sem tengir okkur saman? – Það eru sameiginleg gildi okkar. Og við vonum að eitt af þessum sameiginlegu gildum sé tjáningarfrelsið. …Ef því veråur eytt, – ef fólk verður allt í einu skotmark vegna þess sem það sagði eða hvaða skoðun það hefur, þá er verið að ráðast á eina af stoðum sameiginlegra hagsmuna okkar fyrir utan hernaðarsamstarfið. Ég held að varaforsetinn hafi bent á mjög mikilvægt atriði, því að með því að ráðast á tjáningarfrelsið ertu að ráðast á eina af stoðunum í sameiginlegum hagsmunum okkar, sameiginlegri menningu, sameiginlegum gildum okkar.“

„Hvað ef bandarískur stjórnmálamaður, til vinstri eða hægri, gagnrýndi eitthvað sem var að gerast í Evrópu – ímyndaðu þér núna ef allt þetta fólk sem er brjálað yfir Bukele í El Salvador væri allt í einu ógnað af einhverri vestrænni útgáfu af ESB – ó, við ætlum að koma á eftir þér vegna þess að þú ert að ráðast á forseta El Salvador. Vinstrimenn myndu brjálast.“

„Þannig að ég held að þetta sé mjög réttmætt mál fyrir okkur að taka upp málfrelsi sem tvíhliða mál í utanríkisstefnu okkar, í þessu tilviki gagnvart ESB. Málfrelsið verður að verða hluti af því sem við vekjum athygli á þegar við höfum samskipti við þá um áhrifin sem þetta hefur á bandaríska ríkisborgara. Þegar öllu er á botninn hvolft er forgangsverkefni utanríkisráðuneytisins númer eitt að þjóna þjóðarhagsmunum Bandaríkjanna og hagsmunum bandarísku þjóðarinnar. Við vinnum fyrir bandarísku þjóðina.“

Fara efst á síðu