Flestir Vestur-Evrópubúar telja að fjöldi innflytjenda undanfarinn áratug hafi verið allt of mikill og að ríkisstjórnir þeirra hafi haldið illa á málinu. Margir telja einnig að allur þessi fólksinnflutningar hafi verið neikvæðir fyrir löndin eins og ný rannsókn YouGov sýnir í þeim sjö löndum sem könnunin tók til, Þýskalands, Spánar, Svíþjóðar, Bretlands, Ítalíu, Frakklands og Danmerkur.
Í landi eftir landi í Evrópu sækja íhaldsflokkar fram. Síðast var það í Þýskalandi, þegar Valkostur fyrir Þýskalands AfD varð næststærsti flokkurinn í nýjum kosningum fyrir nokkrum dögum.
Könnun YouGov nær yfir sjö lönd, þar á meðal Þýskaland og Svíþjóð og tölurnar tala sínu máli. Í Þýskalandi segja 81% aðspurðra að of margir innflytjendur hafi komið til landsins. Í öðru sæti er Spánn með 80% og í þriðja sæti er Svíþjóð með 73%. Í Danmörku telja 55% innflutninginn of miklan. Af fimm svarsmöguleikum frá „allt of mikill“ til „allt of lítill“ var algengasta svarið í löndunum sjö sem könnunin náði yfir að allt of margir innflytjendur hefðu komið undanfarin tíu ár.

Neikvæðar afleiðingar
Meirihluti eða stór hluti almennings í löndunum lýsti því einnig yfir að þeir teldu fjöldainnflutninginn hafa að mestu verið neikvæðan fyrir land sitt. 56% Ítala fannst það og 55% Þjóðverja.

Gögn YouGov sýna einnig að almenningur í Evrópu telur innflytjendamálin vera eitt mikilvægasta vandamálið sem lönd þeirra standa frammi fyrir. Í Svíþjóð er málið þriðja stærsta á eftir innflytjendatengdum ofbeldisglæpaklíkum og heilbrigðisþjónustunni.
Meirihlutinn í öllum sjö löndunum gagnrýnir hvernig ríkisstjórnir landa sinna taka á innflytjendamálunum, – allt að 83% í Þýskalandi og 80% í Frakklandi. Gagnrýni á stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum fór hvergi undir 50% í neinu landanna.
There is widespread dissatisfaction with government handling of immigration across Western Europe
— YouGov (@YouGov) February 26, 2025
🇩🇪 83% say govt is handling badly
🇫🇷 80%
🇪🇸 75%
🇮🇹 74%
🇬🇧 72%
🇸🇪 63%
🇩🇰 52%https://t.co/iV641gpt4i pic.twitter.com/BxM5E20w7o