Allt að 4.000 ellilífeyrisþegar munu frjósa í hel í Bretlandi í vetur vegna „sparnaðar“ Keir Starmer

Breski forsætisráðherrann Keir Starmer er orðinn svo óvinsæll að eitt vinsælasta jólalagið í Bretlandi þessi jól er lag með háðslegri gagnrýni á hann. Leiðtogi Verkamannaflokksins er látinn sæta skömm í lagi sem náð hefur toppi í sölu og niðurhölun í Bretlandi. Ekki er samt reiknað með að skjöldur Verkamannaflokksins, BBC, muni leika vinsælasta jólalagið opinberlega í ár. Hvað þá RÚV? Allir eru hvattir til að spila og dreifa þessu lagi sem sýnir illmennsku valdhafa Bretlands.

Lagið ber titilinn „Ískallt um jólin“ Freezing this Christmas og notar laglínu úr smellinum „Lonely this Christmas“ frá 1974 til að hæðast að grimmd forsætisráðherrans sem lét afnema hitunarstyrk til ellilífeyrisþega í „sparnaðarskyni.“

The Telegraph greinir frá:

„Salan á laginu hefur aukist eftir útgáfu þess fyrr í desember og lagið gegn Starmer fór í efsta sæti iTunes vinsældalistans. Ískalt um jólin er í fyrsta sæti á opinberum niðurhölslistum og búist er við að það verði vinsælasta lagið, þrátt fyrir að BBC neiti að gefa því tíma í útsendingu.“

Baráttumenn fyrir eldri borgara saka BBC um að gera lítið úr laginu vegna gagnrýni þess á stefnu Verkamannaflokksins. Dennis Reed hjá Silfurröddunum, samtökum eldri borgara í UK, sagði:

„Það er áhyggjuefni að BBC sé að gera lítið úr vinsældum þessa lags. Þessi frjálshyggjustöð er hlynnt stjórnvöldum sem hugsa ekkert um ellilífeyrisþega.“

Í jólalagi ársins er sungið:

„Það verður ískalt um jólin, án eldsneytis heima, við frjósum um jólin en Keir Starmer er heitt. Það verður kalt, svo kalt, án eldsneytis heima um þessi jól.“

Ágóði af laginu rennur til góðgerðarmála fyrir ellilífeyrisþega. Lagahöfundurinn Chris Middleton, sagði að lagið hafi safnað 35.000 pundum á nokkrum vikum bara á Just Giving, en enn á eftir að reikna út peninga frá sölu og niðurhali. Útvarpsstöðin Heart er sú eina sem hefur spilað nokkrar sekúndur af laginu.

Fara efst á síðu