Ein af skotárásum glæpahópa ár 2022 á hárgreiðslustofu í Gautaborg, þar sem 21 árs maður var drepinn.
Ný rannsókn Bulletin sýnir að 100% þeirra sem voru dæmdir fyrir morð tengd glæpaklíkum árið 2022 voru af erlendum uppruna. Fjölmiðlar lýsa því oftast sem óútskýranlegu og óskiljanlegu, hvernig hið mikla ofbeldi hefur fengið að hreiðra um sig í Svíþjóð. Skýringin er samt mun einfaldari og skiljanlegri en af er látið.
Netmiðillinn Bulletin rannsakaði dómsskjöl og opinber gögn til að varpa ljósi á málið. Bulletin bendir á að meðvitaður skortur opinberra fjölmiðla á upplýsingum um bakgrunn glæpamanna geri það að verkum að mjög erfitt er að framkvæma rannsókn af þessu tagi. Því tóku þeir til þess bragðs fyrstir miðla í Svíþjóð að fara gegnum dóma og opinber dómsgögn til að fá fram upplýsingarnar.
Á árinu 2022 voru samtals 60 einstaklingar dæmdir fyrir manndráp. Tveir þriðju hlutar þeirra voru af erlendum uppruna. Fyrir öll morð sem tengdust glæpaklíkum voru hins vegar allir aðilar af erlendum uppruna – samtals 18 glæpaklíkumorðingjar. Meirihluti þeirra á rætur að rekja til Miðausturlanda og Afríku og er Sómalía algengasta upprunalandið. Meirihluti morðanna var framinn á árunum 2020-2021, önnur morð árið 2022.
Nokkrir hinna dæmdu voru fæddir í Svíþjóð en foreldrarnir voru innflytjendur. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að mörg fórnarlambanna voru sjálf viðriðin glæpamennsku oftast í tengslum við fíkniefni og vopn. Öll morðin voru framin með skotvopnum og helstu glæpaklíkurnar á bak við morðin bera nöfn eins og Hjulstabörnin, Shottaz og Óheftu strákarnir.
Hér að neðan má sjá pdf með upplýsingum lögreglunnar um skotárásir og dráp í skotárásum í Svíþjóð 2022. 391 skotárásir voru gerðar og 62 drepnir og 107 særðir. Upphaflega var einungis upplýst í 30% skotárása hverjir glæpamennirnir voru: 26% ár 2015-2019. 33% ár 2020, 27% ár 2021 og 29% ár 2022. Allt að 55% skotárása árið 2023 hafa verið upplýst þannig að þróunin er á réttri leið.