Aðsend grein. Aðsendar greinar eru á ábyrgð höfundar og endurspegla skoðanir viðkomandi.
Flatnefur skrifar:
Allar takmarkanir á mál- og skoðanafrelsi eru rangar
Af hverju segi ég það? Jú, að gera refsivert að hafa mannlegar tilfinningar og geta ekki tjáð sig um þær. Þar með er verið að taka mennskuna af okkur. Það mætti líka tengja tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar, við andleg málefni sbr. Frelsi sálarinnar og frjálsan vilja.
Allar tilraunir í mannkynssögunni, til að kúga fólk og stjórna hugum fólks hafa mistekist, hver og ein einasta. Í dag er verið að reyna að taka af okkur mál- og skoðanafrelsi. Og helstu tækin eru að slaufa fólk, taka af því mannorðið í gegnum fjölmiðla eða svipta það vinnunni. Ný-Marxistar hafa kerfisbundið sett sig í opinberar stöður, lögreglu, dómskerfi o.sfrv. Sáum eitt dæmi með mál Helga vararíkissaksóknara.
Ný-Marxisminn sem er við lýði í dag, snýst um forsjárhyggju, andlegt ofbeldi og rétttrúnað. Mál- og skoðanafrelsi eiga undir högg að sækja út af tveimur eftirtöldum atriðum… forsjárhyggju og rétttrúnaði…
Rangt að banna fólki að mislíka eitthvað
Hér að neðan er listi með dæmum um mismunandi orð yfir mannlegar tilfinningar, jákvæðar og neikvæðar. Þetta eru allt mannlegar tilfinningar og listinn er miklu lengri. Það er ljóst að við erum flókin að innri gerð. Að banna fólki til dæmis að mislíka eitthvað og gera refsivert er rangt:

Allar hliðar þurfa að koma fram – málfrelsi tryggt í stjórnarskrá
Nú er svo að okkur líkar misjafnlega við annað fólk, sumt fólk elskum við og annað fólk finnst okkur vera leiðinlegt. Ekki ein einasta manneskja er án þessara tilfinninga. Mannlegt eðli. Hin hliðin á mál- og skoðanafrelsi, er að til þess að lýðræðisþjóðfélagið geti virkað, þá þarf að geta talað um allar hliðar þjóðfélagsins, taka erfiðu umræðuna líka. Og ALLAR HLIÐAR þurfa að koma fram, líka neikvæðu hliðarnar, svo við komust að réttustu niðurstöðunni fyrir þjóðfélagið okkar.
Allt bann á mál- og skoðanafrelsi er því slæmt fyrir lýðræðisþjóðfélagið. Andlýðræðislegt. Málfrelsi er varið í stjórnarskrá, kíkjum á hana:
73.gr.
„[Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Lagasafn (útgáfa 156a) – Íslensk lög 30. apríl 2025 Nr. 33 1944 5Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.] 1)
Og takið eftir, einstaklingar geta leitað réttar sinn ef á þá er hallað með orðræðu.
Ekki stjórnvalda að leggja fram kærur
Það er hins vegar ekki stjórnvalda að leggja fram kærur og senda lögreglu til að taka skýrslu af mönnum, eins og gert var við blaðamanninn Hall Hallsson. Það er misnotkun á stjórnvaldi. Einstaklingar eiga sjálfir að leggja fram kærur, ef þeim finnst á þá halla, ekki senda lögreglu til að vinna verkin fyrir þá. Við höfum ágætis regluverk í réttarkerfinu fyrir þessa hluti. En að láta lögreglu sjá um skýrslutöku fyrir einhver samtök er vafasamt.
Við sjáum annað dæmi með Eld Smára Kristinsson sem er forstöðumaður fyrir Samtökin 22 og kæru á hann frá Samtökum 78. Þar fengu Samtökin 78, lögreglu í lið með sér til að leggja fram kæru og boða hann í skýrslutöku. Klárlega einkamál sem átti að fara í annan farveg í rétttarkerfinu.
Ástandið minnir á Stasi
Það er ekki lögreglunnar að taka einhliða afstöðu með einum aðila gegn öðrum. Það minnir á STASI kerfi Austur-Þýskalands, sem var eitt stórt klögunarkerfi. Og hver er sú manneskja sem á að ákveða hvað sé rétt og rangt??? Hver ætlar að leika Guð?
Þjóðfélagsgildi eru sífellt að breytast og siðir, það sem þykir vera í lagi í dag, var það ekki fyrir 20 árum. Mál- og skoðanafrelsi er því grundvöllur fyrir þjóðfélagsþróun, svo hægt sé að META BREYTINGARNAR, hvort þær hafi verið góðs eða ills?
Það er nú svo að margar breytingar á þjóðfélaginu, eru beinlínis slæmar og skaðlegar. Því þarf að vera hægt að leiðrétta slíkar breytingar í gegnum umræðuna og nýta sér málfrelsið. Enn og aftur, allar tilraunir til að stjórna tilfinningum okkar og stjórna hugum okkar munu mistakast. Það er alltaf frelsi inni í hugum okkar sem enginn getur tekið frá okkur né heldur frjálsan vilja.
Höfundur skrifar undir nafninu Flatnefur