Áfrýjunardómstóll í New York hefur fellt úr gildi gríðarlega háa sekt gegn Donald Trump Bandaríkja forseta.
Dómstóllinn úrskurðaði að sektin, sem var nærri hálfur milljarður dollara, væri „of há“ og bryti í bága við áttundu grein bandarísku stjórnarskrárinnar.
Fimm dómarar áfrýjunardómstólsins úrskurðuðu að sektin, sem var upp á $355 milljónir—án vaxta—„er of há sekt sem brýtur í bága við áttundu grein stjórnarskrár Bandaríkjanna,“ að því er Associated Press greindi frá. Heildarsektin, sem dómari Hæstaréttar í Manhattan, Arthur Engoron, lagði á Trump og aðra stjórnendur í Trump Organization, fór yfir $527 milljónir með vöxtum.
Dómari David Friedman gagnrýndi dómsmálaráðherra New York ríkis, Letitiu James, harðlega fyrir að hafa höfðað málið: „Augljóslega var endanlegt markmið hennar ekki ‚markaðshreinlæti‘ … heldur pólitískt hreinlæti, sem átti að enda pólitískan feril Trumps og eyðileggja fasteignaviðskipti hans. Kjósendur hafa augljóslega kveðið upp sinn dóm um pólitískan feril hans. Þessi dómstóll stöðvar einróma tilraunina til að eyðileggja fyrirtæki hans.“
Daily Wire, 21. ágúst, 2025
‘TOTAL VICTORY’: Trump Triumphs As Appeals Court Voids ‘Excessive’ Civil Fraud Finehttps://www.dailywire.com/news/total-victory-trump-triumphs-as-appeals-court-voids-excessive-civil-fraud-fine

Íris Erlingsdóttir er fjölmiðlafræðingur