Aldrei áður verið jafn mikil ánægja með störf Trumps

Á meðan stjórnmálaelítan í Evrópu og á Íslandi skælir yfir Trump hinum ógurlega, þá verða sífellt fleiri Bandaríkjamenn ánægðir með stefnu hans fyrir Bandaríkin og heiminn. Samtímis hrynur fylgi Demókrataflokksins. Sífellt fleiri svindlmál flokksins hafa afhjúpast að undanförnu og ekki bætir úr skák að Biden forseti hafði sjálfstýrðan penna sem skrifaði undir forsetaskipanir án þess að hann hefði hugmynd um hvað væri að gerast.

Ný könnun NBC News sýnir að 47% Bandaríkjamanna eru hæstánægðir með störf Trumps og er það mesti stuðningur sem Trump hefur fengið á starfsferli sínum. Bjartsýnin breiðist einnig út því ekki hafa jafnmargir Bandaríkjamenn talið að landið sé á réttri braut í heil 20 ár.

Trump nýtur einnig mikil trausts eigin flokksmanna, því 20% repúblikana styðja hann. Meirihluti almennings eða 55% eru sammála Trump um öryggi landamæranna og fólk vill að hömlulaus straumur ólöglegra innflytjenda verði stöðvaður.

Könnunin var gerð 7. – 11. mars og náði til 1.000 skráðra kjósenda.

Efnahagslegar umbætur og tiltekt hjá ríkinu

Þrátt fyrir tilraunir til að svartmála efnahagsstefnu Trump, þá heldur hann áfram að vinna að því að styrkja efnahagslífið. Hann stofnaði hagræðingarráðuneytið Department of Government Efficiency, DOGE, til að draga úr skrifræði. 46% kjósenda styðja þetta frumkvæði.

Gerum Bandaríkin mikil aftur, „Make America Great Again“ (MAGA) er mjög vinsæl hreyfing. (Mynd: Wikipedia/ James McNellis/ CC 2.0).

Trump tekur mikilvæg skref til að vernda bandaríska framleiðslu og starfsmenn með stefnumótandi tollum. Á meðan ýmsir fjölmiðlar reyna að breiða út svartsýni um efnahagslífið, þá stefnir Trump á langtímastöðugleika og hagvöxt.

Demókratar í frjálsu falli

Á sama tíma fara vinsældir demókrata hratt lækkandi. Aðeins 27% kjósenda líta flokkinn jákvæðum augum og innbyrðis eru þeir klofnir í herðar niður. Óvilji þeirra til samstarfs mun að öllum líkindum bitna á þeim í komandi kosningum.

Þrátt fyrir árásir fjölmiðla og stjórnarandstöðu sækir Trump í sig veðrið og stuðningur eykst við hann. Stjórnmálaandstæðingar Trumps hafa misst sambandið við kjósendur. Vonandi taka kjósendur í Evrópu og á Íslandi við frelsiskeflinu frá Bandaríkjunum og hætta að kjósa samanbitna Bidenista sem enn eru í afneitun á veruleikanum. Er þetta hvergi jafn áberandi og í litlu samfélagi eins og á Íslandi, þar sem valdaelítan hegðar sér eins og spældir demókratar í stað þess að bretta upp ermarnar og fara að vinna fyrir þjóðina.

Fara efst á síðu