Nýleg skoðanakönnun frá Forsa sýnir að AfD, Valkostur fyrir Þýskaland, er núna orðinn stærsti stjórnmálaflokkur Þýskalands. Flokkurinn er með 26% fylgi og er tveimur prósentustigum á undan Kristdemókrötum CDU/CSU, sem hafa fallið niður í 24%.
Þetta eru lægstu tölur Kristilega demókrata frá lokum apríl samkvæmt Bild.
Sósíaldemókratar, SPD, eru enn með 13% fylgi, það sama og Græningjarnir hafa sem bætt hafa við sig einu prósentustigi. AfD er núna jafnstór og kratar og græningjar samanlagt.
Vinstriflokkurinn tapar einu prósentustigi og fer niður í 11% en FDP er enn með 3% og BSW, flokkur Sahra Wagenknecht, er með 4%. Aðrir flokkar fá samanlagt 6%.
Hlutfall þeirra sem myndu ekki kjósa eða eru óákveðnir hefur aukist og mælist núna í 25% samanborið við 17,9% í síðustu alþingiskosningum.
Friedrich Merz, Kanslari, hjá Kristdemókrötum, CDU, fær verstu útreið frá því að hann tók við embætti í maí. Aðeins 29% eru ánægð með störf hans sem er þremur prósentum minna en í fyrri könnun. Á sama tíma hefur óánægjan aukist í 67%. Stuðningur meðal kjósenda CDU/CSU hefur fallið niður í 72%. 95% stuðningsmanna AfD eru óánægðir með störf Merz.
50% treysta engum flokki til að leysa vandamálin, 19% treysta kristdemókrötum, 12% treysta AfD og aðeins 7% treysta sósíaldemókrötum.
Niðurstöður könnunar:
- AfD 26,0% (+1,0)
- CDU/CSU 24,0% (−1,0)
- Græningjar 13,0% (+1,0)
- SPD 13,0% (±0)
- Linke 11,0% (−1,0)
- BSW 4,0% (±0)
- FDP 3,0% (±0)
- Aðrir 6,0% (±0)