Af hverju klöppuðu demókratar ekki fyrir Daníel?

Demókratar hafa orðið fyrir áfalli á samfélagsmiðlum eftir að flestir þingmenn þeirra neituðu að rísa úr sætum eða klappa fyrir 13 ára gömlum dreng sem er með krabbamein í heila. Donald Trump heiðraði drenginn í ræðunni 4. mars og DJ, Daníel J., var viðstaddur sem gestur þingsins.

Þegar Trump ræddi sögu hins 13 ára gamla drengs, sem þjáist af heilakrabbameini og er enn á lífi, þá sátu margir þingmenn Demókrataflokksins sitjandi og þögulir og neituðu að taka þátt í lófaklappinu sem braust út frá öðrum þingmönnum. DJ dreymdi um að verða lögreglumaður, þegar hann yrði stór. Fyrir sex árum var honum tilkynnt að hann ætti aðeins eftir að lifa í mesta lagi fimm mánuði til viðbótar. Bandaríkjaforseti bað yfirmann leyniþjónustunnar, Sean Curran að taka DJ 13 ára gamlan inn í leyniþjónustuna sem liðsmann. DJ var fyrir framan umheiminn í beinni útsendingu gerður að leyniþjónustumanni við mikinn fögnuð viðstaddra….nema demókrata sem reyndu að hindra gleði drengsins með fýlu sinni.

Hegðun Demókrata sem sást í beinni útsendingu varð fljótlega til umræðu á samfélagsmiðlum. Hafa demókratar verið harðlega gagnrýndir fyrir kaldranalega, ómannúðlega afstöðu að geta ekki sýnt 13 ára dreng með krabbamein samstöðu sína.

Demókratar hegðuðu sér barnalega á meðan að Bandaríkjaforseti hélt ræðu sína. Þeir reyndu að trufla ræðuna með framíköllum, skiltasýningum og sýndu þingheimi, þingsköpum og þingstörfum vanvirðingu með óvirðulegri framkomu í beinni útsendingu fyrir framan alþjóð.

Fara efst á síðu