Af hverju er ekki hömlulaus fjöldainnflutningur til Kína, Afríku eða Miðausturlanda?

Hvernig stendur á því að hugmynd stjórnmálamanna um hömlulausa fólksinnflutninga beinist eingöngu að vestrænum löndum? Blaðamaðurinn Tucker Carlson fjallar um þetta í nýjum þætti (sjá X að neðan). Að sögn Tucker eiga glóbaliztarnir eftir að ná einu landi til viðbótar: Rússland.

Í nýjum samtalsþætti ræðir Tucker Carlson við kanadíska stjórnmálamanninn Maxime Bernier um hina svo kölluðu alþjóðasinnuðu pólitísku valdaelítu á Vesturlöndum. Tucker veit ekki alveg hvað hann á að kalla þá, vegna þess að orðið „glóbalizti“ virðist ekki passa alveg. Tucker segir hugmyndirnar og pólitíkina ekki að öllu leyti alþjóðlegar.

Tucker bendir á að hömlulaus fólksinnflutningur sem einhverra hluta vegna er efst á blaði og er framkvæmdur óháð afleiðingum, beinist eingöngu að vestrænum, kristnum löndum:

„Þetta eru í rauninni ekki glóbalízkt vegna þess að þetta er ekki gert í Kína, Afríku og Miðausturlöndum. Þetta er því í rauninni ekki alþjóðlegt. Þessu er beint gegn Vesturlöndum. Þeir segja að það sé eitthvað athugavert við meirihlutaríki hvítra, kristinna sem sé í eðli sínu ógnvekjandi.“

Samkvæmt Tucker Carlson er þetta afskaplega „afhjúpandi.“ Til dæmis er ekki verið að öskra á leiðtoga Kína að hann verði að gera það sama, bendir Tucker á. Það sama gildir um loftslagsáætlunina sem beinist sérstaklega að Vesturlöndum. Tucker bendir á:

„Það er eitt land sem „glóbaliztarnir“ eða hvaða nafni sem þú vilt kalla þá, hafa ekki enn komist yfir og það er Rússland. Það sem er eftir er í rauninni Rússland og það er landið sem þeir hata mest.“

Leiðandi stjórnmálamenn í Kanada virðast hata sitt eigið fólk, segir Tucker, en hann skilur ekki hvers vegna. Maxime Bernier svarar:

„Það sem þeir elska er vald. Ég vildi að ég hefði svarið við því. En þeir segja hið gagnstæða. Þeir segjast elska þig.“

Fara efst á síðu