Aðvörun Seðlabanka Evrópu: Hamfarahlýnun leiðir til aukinnar verðbólgu!

Evrópski Seðlabankinn, ECB, bætir nýrri ógn við allar aðrar loftslagsógnir sem okkur er sagt að hrjái jörðina og okkur sjálf: Hamfarahlýnunarverðbólgu. Frank Elderson, seðlabankastjóri ECB, segist hafa áhyggjur af því að hitabylgjur muni hækka matarverð. Jerome Powell, forstjóri bandaríska seðlabankans andmælir og segir banka ekki hafa umboð til að vera með eigin stefnu í loftslagsmálum.

Tengslin milli mikils hita, verðbólgu og landsframleiðslu eru of mikilvæg til að hægt sé að hunsa þau, segir Frank Elderson, meðlimur í framkvæmdastjórn Seðlabanka Evrópu. Í viðtali hjá Blomberg bendir hann á sumarið 2022 sem dæmi:

„Ef þú hugsar um hið óvenju heita sumar 2022, þá jókst verðbólga á matvælum á bilinu 0,4% – 0,9%. Það var mjög mælanlegt högg fyrir landsframleiðslu Þýskalands.“

Elderson rökstyður ekki meinta fylgni milli hitastigs utandyra og verðbólgu. Í umræðunni um efnahagsmálin hafa allt aðrir þættir verið taldir upp sem knýja verðbólguna áfram. Fullyrðingarnar koma heppilega á sama tíma og hlutar Evrópu upplifa enn eina hitabylgju sem sumum elska en aðrir þola illa. Sumir fræðimanna vara við því að meint hækkandi hitastig ógni verðstöðugleika vegna áhrifa á landbúnað og matvælaverð.

Skynsamlegar ákvarðanir ekki teknar á grundvelli ógna

Seðlabanki Evrópu hefur því byrjað að taka inn loftslagstengda áhættu í peningastefnuna. Þessi viðbót í efnahagsmálum ásamt aðlagaðri málsnotkun mun að lokum gegnsýra öll samskipti bankans allt frá mati á verðstöðugleika til eftirlits með mikilvægum bönkum innan ESB.

Afstaða Seðlabanka Bandaríkjanna er önnur. Jerome Powell, seðlabankastjóri, hefur viðurkennt að mögulegar loftslagsbreytingar gætu haft áhrif á efnahagslífið en hann leggur áherslu á að seðlabankinn hafi ekkert umboð til að fylgja neinni loftslagsstefnu. Powell sagði á blaðamannafundi í maí:

„Hlutverk okkar í loftslagsmálunum er mjög, mjög takmarkað. Við munum ekki vera stefnumótandi í loftslagsmálum.“

Seðlabanki Bandaríkjanna reynir að tóna niður loftslagsmál í alþjóðlegum reglugerðum og segir ekki hægt að taka skynsamlegar ákvarðanir á grundvelli hamfarakenninga.

Seðlabanki Evrópu: Ætlum að hugsa í „víðara samhengi“

Þrátt fyrir mikla andstöðu við að fella loftslagsmál inn í peningastefnu bankans stendur Seðlabanki Evrópu fastur við sitt. Elderson segir:

„Þrátt fyrir mótbárur standa ráðleggingar Seðlabankans óbreyttar. Við hjá bankanum skiljum að við þurfum að hugsa í víðara samhengi.“

Hann viðurkennir að hingað til hafi þetta að mestu leyti verið vangaveltur og að þörf sé á frekari rannsóknum og fleiri samskiptum við sérfræðinga til að rökstyðja þær fullyrðingar sem Seðlabankinn gerir núna til að hafa þær sem grundvöll fyrir ákvarðanatöku í alþjóðlegri bankastarfsemi sinni.

Fara efst á síðu