Forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristersson og Karl XVI Gustaf, konungur Svíþjóðar heilsast á varnarmálaráðstefnu sem haldin var nýlega í Sälen í Svíþjóð. (Mynd: Ulf Palm).
Hinn nýi yfirhershöfðingi Svíþjóðar, Michael Claesson, varar í laugardagsviðtali sænska ríkisútvarpsins Svía við „aðfarartíma styrjaldar“ sem minni á tímann fyrir seinni heimsstyrjöldina. Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar segir að ekki ríki friður. Pål Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar segir að aðildarríki ESB verði að leggja meira til öryggismála Evrópu. ESB segir að ef Trump dragi sig úr Úkraínu muni ESB taka við og halda stríðinu áfram gegn Rússlandi. Rutte aðalritari Nató segir að taka eigi fé frá lífeyrissparnaði almennings á Vesturlöndum til að búa til vopn gegn Rússlandi. STRÍÐ er hátíska um þessar mundir. Hvergi bólar á friði nema hjá „hálfvitanum“ Donald Trump.
Sænskir stjórnmálamenn og forráðamenn hers og vopnaiðnaðar halda áfram stríðsáróðrinum. Ulf Kristersson, forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á varnarmálaráðstefnunni í Sälen að ekki ríkti friður fyrir Svíþjóð. Hann segir Svíþjóð verða fyrir árásum „falsupplýsinga“ frá Rússum. Kristersson sagði:
„Svíþjóð er ekki í stríði. En það er heldur enginn friður.“
Á sama tíma heldur yfirhershöfðingi Svía Michael Claesson því fram í ríkisútvarpinu að Svíþjóð sé statt í „aðfarartíma styrjaldar.“ Claesson segir í Sveriges Radio:
„Það eru fáar örvar sem vísa í rétta átt. Við erum með klasa af samtengdum, meira og minna samtengdum straumum í þróuninni á heimsvísu. Allt frá fyrrnefndu stríði í Úkraínu, til loftslagskreppunnar, fólksflutninga, heimspólitískrar spennu, þróun stjórnmála sem á ýmsan hátt kveikir þessar tilhneigingar.“
Að sögn Michael Claesson, yfirhershöfðingja Svíþjóðar, hafa ýmsir þættir „hefðbundinnar reglu“ horfið.
„Við verðum að stöðva þessa tilhneigingu með einhverjum hætti.“
Núna er það alvara
Karl XVI Gustaf Svíakonungur (skjáskot YouTube) segir í viðtali við Aftonbladet: