Sænski glóbalistinn Daniel Sachs hefur „áhyggjur“ af þróuninni í heiminum og segir að ekki sé hægt að taka lýðræðið lengur „sem gefinn hlut.“ Til að „tryggja lýðræðið“ vill hann, að viðskiptalífið klífi fullum skrefum inn í stjórnmálin. Daniel Sachs er varaformaður í heimsveldi Soros: Opnum samfélögum „Open Society Foundations.“
Daniel Sachs tilheyrir einni farsælustu gyðingafjölskyldu Svíþjóðar. Fjölskyldan hefur starfað í Svíþjóð frá 1850, þegar hún flutti frá Þýskalandi.
Daniel Sachs er lýst sem „pólitískum mannvini“ og „framámanni innan viðskiptalífsins.“ Uppruni Daníels er í fjármálaheiminum. Hann ólst upp í auðugri fjölskyldu og komst fljótt í snertingu við alþjóðahyggjuna. Hann er líklega sá maður í Svíþjóð sem er mest tengdur glóbalismanum og ýmsum samtökum glóbalismans.
Daniel Sachs. (Mynd Wikipedia/Chatham House. CC 2.0).
Vinnur fyrir George Soros og Klaus Schwab
Sambandið við George Soros, foringja hnattræningjanna, er mjög gott, Sachs er varaformaður í heimsveldi Soros, Opnum samfélögum. Hann er einnig meðlimur í Wallenberg Investments AB. Árið 2007 var hann tilnefndur sem Ungur alþjóðaleiðtogi á World Economic Forum í Davos. Hann er einnig meðlimur glóbalísku hugveitunnar „European Council on Foreign Relations.“ Daniel er hluti af sérfræðingateymi Baracks Obama um „kapítalisma án aðgreiningar.„
Þátttaka Daníels og störf fyrir alþjóðahyggjuna/glóbalismann og samskipti við stóru nöfnin eru eru mikil.
„Áhyggjur af lýðræðinu“
Daníel hefur áhyggjur af því að lýðræðið lifi af og segir í viðtali við Dagens Industri, DI, að ekki eigi að taka „lýðræðið sem gefinn hlut.“ Hann segir:
„Við tölum of lítið um hversu tilvistarlega mikilvægt lýðræðið er fyrir atvinnulífið. Vegna þess að jafnvel þótt þú lítur fram hjá mannlega þættinum, þá verður það líka „mjög slæmt fyrir viðskiptin“ ef við glötum því.“
Afhjúpar hvernig glóbalistarnir starfa
Í viðtalinu afhjúpar Daniel Sachs hvernig hann og alþjóðasinnar vinna að því að síast inn í stjórnmálin, þegar hann leggur til lausn til að tryggja lýðræðið. Lausnin er sú, að fyrirtækjaheimurinn og alþjóðahyggjan verða að taka enn frekari þátt í stjórnmálum. Hann hefur engan skilning á þeim sem finnst afskipti hans vera undarleg. Daniel segir:
„Fyrir mér er óhugsandi að fólki finnist það skrítið að ég helgi mig þessu. Það er sama hversu góð við erum í einkageiranum og borgaralegu samfélagi ef við eigum ekki stjórnmálamenn og stofnanir sem fólk ber traust til. Ég vil að viðskiptalífið geri sér grein fyrir því að þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir framtíð okkar og eitthvað sem við ættum öll að taka þátt í.“
Stofnandi og stjórnarformaður World Economic Forum, Klaus Schwab. Daniel Sachs er virkur þátttakandi í WEF. (Mynd: Wikipedia/ World Economic Forum).
Lausn Daníels felur í sér „möguleika á kerfisbreytingum“
Daniel Sachs er stofnandi eða meðstofnandi fimm samtaka sem vinna að því að skapa tengslanet sem laðar til sín nýja stjórnmálamenn og gefa þeim verkfæri til að taka þátt í stjórnmálum. Fyrirkomulagið er mjög svipað því hvernig Ungir heimsleiðtogar WEF starfa. Ungir stjórnmálamenn eru teknir inn og þjálfaðir og síðan sendir út í stjórnmálin.
Daniel Sachs segir aðferðina vel heppnaða og telur að nálgunin hafi „möguleika til kerfisbreytinga.“
Ummæli George Soros
George Soros sagði eftirfarandi um Daniel Sachs samkvæmd DI:
„Ég hitti Daníel í fyrsta skipti árið 2007 þegar við stofnuðum Evrópuráðið fyrir utanríkistengsl. Við mynduðum náið samband og að lokum bað ég hann um að sitja í stjórn stofnunarinnar minnar. Hann hefur einstaka hæfileika, en ég met sérstaklega dómgreind hans og sjálfstæða hugsun. Með tímanum hefur Daniel orðið vinur og ráðgjafi og heldur áfram að vinna stórkostleg störf.“
Daniel Sachs berst á mörgum stöðum gegn „öfga hægristefnu.“