Rétt þegar Svíar undirbúa Valborgarmessuhátíð á morgun, þá var enn eitt hryðjuverkið framið um hábjartan dag í miðbæ Uppsala. Að minnsta kosti þrír eru látnir og einhverjir særðir en lögreglan hefur enn ekki auðkennt þá látnu.
Skotárásin er sögð hafa verið í grennd hárskerastofu við Vaksala torg í miðbæ Uppsala. Árásirnar eru orðnar að verulegu innanlandsmeini í Svíþjóð og sumir tala um innbyrðis stríð.
Ljóst er að glæpagengin bæði sprengja og skjóta saklausa Svía í sífellt auknum mæli.
Það er alltaf sama grammófónplatan hjá yfirvöldum:
„Ó þetta er hræðilegt! Við verðum að gera eitthvað meira núna! Samúð okkar er hjá fórnarlömbunum!“
Svíþjóð er að deyja mitt frammi fyrir augum okkar og yfirvöld þora ekkert að hrófla við glæpamönnunum. Með sama áframhaldi stjórna glæpahóparnir landinu áðúr en langt um líður.