Mikil mótmæli gegn stefnu breskra yfirvalda í innflytjendamálum hafa varla farið fram hjá neinum. Mótmælin hafa stundum orðið ofbeldisfull og fram að þessu hafa 400 manns verið handteknir. Reiði almennings er skiljanlega mjög mikil eftir morðin á stúlkubörnunum þremur í Southport. Yfirvöld neita hins vegar að skilja þá hlið málsins og kenna „hægri öfgasinnuðum skríl“ um óeirðirnar. Á að senda 6.000 sérstaklega þjálfaða lögreglumenn á vettvang til að bæla niður óeirðirnar.
Reiðin ólgar í Bretlandi eftir að 17 ára Rúandi drap þrjár breskar stúlkur og særði tíu til viðbótar í hrottalegri hnífaárás. Eigandi X, Elon Musk, hefur varað við borgarastyrjöld og baráttumaður gegn hömlulausri innflytjendastefnu yfirvalda, Tommy Robinson, segir að hann og félagar hans „munu ekki víkja“ í mótmælunum.
Göteborgs-Posten greinir frá því, að bresk yfirvöld ætli að senda 6.000 sérstaka lögreglumenn til að brjóta mótmælin á bak niður. Meðal annars þeirra ofbeldisseggja sem kveiktu í lögreglustöð. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti um ákvörðunina og sagði jafnframt að hert yrði með málssóknum gegn mótmælendum.
Reyna að kenna Pútín um reiði almennings í Bretlandi
Fyrri tilraunir Starmer til að róa ástandið mistókust hrapallega og virðast aukið reiði mótmælenda enn frekar. Forsætisráðherrann réðst harkalega að mótmælendum og sagði að þeir myndu sko sjá eftir því að hafa tekið þátt í mótmælunum:
„Þið munuð sjá eftir því að hafa tekið þátt í þessu. Það er ekkert sem réttlætir þessar aðgerðir.“
Núna leita yfirvöld að skýringum um að það hafi í raun verið Pútín eða aðrir erlendir aðilar sem hafi hleypt öllu í bál og brand. Eru samfélagsmiðlar gagnskoðaðir í þeim tilgangi að finna sökudólga og undirbúa ritskoðun. Mótmælin héldu áfram í Belfast og Plymouth í byrjun vikunnar og köstuðu mótmælendur steinum og bensínsprengjum á lögregluna.
Þriðjudag 6. ágúst var haldin minnisstund til heiðurs stúlkunum þremur sem voru myrtar. Fjöldi manns safnaðist saman og lagði blóm fyrir utan ráðhúsið. Mörg lönd eins og Ástralía, Malaysía og Nígería vara fólk við að ferðast til Bretlands. Mörg lönd t.d. Svíþjóð vara fólk við að vera í fjölmenni í Bretlandi.
Sleppti nauðgurum og morðingjum úr fangelsi
Í kaldhæðnislegri færslu á X tjáir Robinson sig um þá ákvörðun forsætisráðherrans að handtaka hundruð Breta sem mótmæla ofbeldi innflytjenda:
„Það er gott að @Keir_Starmer samþykkti að nauðgurum og morðingjum var sleppt fyrir tímann úr fangelsi svo hann fengi pláss fyrir alla öfga hægri hryðjuverkamenn sem hann ætlar að loka inni vegna þess, að þeir eru reiðir út af morðum á litlum stúlkum og ein þeirra var ekki einu sinni hvít.”